Tvær leiðir: hvor var betri?

Icesave málið er að öllum líkindum eitt eldfimasta mál Íslandssögunnar sem óhætt má segja hafi skipt þjóðinni upp í tvær fylkingar.

Ljóst er að sýknudómurinn byggist að einhverju leyti á viðbrögðum íslensku ríkisstjórnarinnar. Alltaf var ljóst að þetta mál yrði að leysa, hvernig sem niðurstaðan yrði.

Nú voru 3 milliríkjasamningar gerðir sem allir lutu að því að gera upp um þessi mál. Síðasti samningurinn var sennilega sá skásti og alltaf var vilji ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að reyna til þrautar að fara samningaleiðina. Um það voru skiptar skoðanir og með milligöngu Ólafs Ragnars var efnt til þjóðaratkvæðis og samningarnir kolfelldir. Fullyrða má að þar hafi verið beitt meira rökum af tilfinningu fremur en skynsemi og raunsæi.

Samningarnir lutu að ábyrgð Íslendinga ef útistandandi skuldir og eignir þrotabús Landsbanka dygðu ekki og að allar útistandandi skuldir yrði að afskrifa. Það sem gerðist í bankahruninu var, að Landsbankinn hafði tekið gríðarleg skammtímalán á lágum vöxtum en endurlánað til lengri tíma á mun hærri vöxtum. Auðvitað gekk það svo lengi sem unnt var að framlengja skammtímalánin. Svo fór að það gekk ekki og þá gripu Landsbankamenn til þess að auka innlán með háum innlánsvöxtum í Bretlandi og Hollandi. Meðan traustið var fyrir hendi gekk þetta eftir.

Alltaf var ljóst að Icesave skuldin yrði greidd. Nú þegar hafa um 93% af lágmarksskuldbindingum nú þegar verið greidd af kröfuhöfum og allt bendir til að allt veði greitt og jafnvel meira. Talað hefur verið um að allt að 15-20% innheimtist að auki af útistandandi skuldum gamla Landsbankans.

Eftir þessa dómsniðurstöðu má reikna með að lánshæfismat íslenskra aðila verði okkur hagstæðara en verið hefur. Það var einnig markmið ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur með samningunum (Icesave 2 og 3). Þannig að á þessu tímabili frá samningunum og fram til þessa dags höfum við þá verið að greiða hærri vexti af lánunum okkar, allt í boði Ólafs Ragnars og stjórnarandstöðunnar?

Hvor leiðin var betri? Þær voru að sama markmiði en sumir vildu velja leiðina með samningum en aðrir að bjóða öllum heiminum birginn og láta kylfu ráða kasti. Það var mikil áhætta sem nú hefur komið í ljós að hefði getað hefði ekki verið staðið sem best við efndir skuldbindinga.

Góðar stundir!


mbl.is Tekið undir nær öll rök Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig í ósköpunum færðu út að þessi sýknudómur hafi að hluta verið að þakka ríkisstjórninni???? Þetta hafði einmitt EKKERT með hana að gera heldur frekar algjör áfellisdómur yfir henni og ætti að segja af sér strax!! Þetta var forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni að þakka og íslensku þjóðinni sem sagði NEI við því sem ríkisstjórnin ætlaði sér að kýla í gegn.

Sjáðu fyrir þér þetta gerast en Jóhanna og Steingrímur væru í stjórnarandstöðu nú..  það fyrsta sem þau myndu gera væri að krefjast afsagnar núverandi ríkisstjórnar. Kominn tími til að taka hausinn uppúr sandinum.

Dabbi (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 20:30

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Dómurinn hefði örugglega komist að g´jörólíkri niðurstöðu hefð ríkisstjórnin ekki unnið markvisst að leysa þessi mál.

Hefði enginn árangur verið í að greiða niður Icesave skuldirnar þá liti þetta allt öðru vísi út. Ríkisstjórn Jóhönnu var bundinn af fyrsta Icesavesamningum sem gerður var við Breta 11.okt. 2008, nokkrum dögum eftir hrunið. Reynt var að leysa þessi mál með samningum en allir vita hvernig sú þróun varð.

Við hefðum strax notið betri kjara fyrir alla íslenska aðila erlendis hvað viðskipti og vexti áhreyrir hefðu samningarnir verið staðfestir á Bessastöðum. Svo voru menn að bera hag heimilanna fyrir brjósti! Hvílík hræsni! Við greiddum hæstu vexti af öllu allan þennan tíma sem hafði sín áhrif að hækka dýrtíð og skrúfa niður kaupið.

Þessi atriði verða metin af sagnfræðingum framtíðar en ekki tilfinningarrökin.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2013 kl. 10:15

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

notið betri kjara fyrir alla íslenska aðila erlendis hvað viðskipti og vexti áhreyrir

Vextir skipta varla máli nema fyrir aðila sem vilja taka lán erlendis og þannig auka skuldir þjóðarbúsins. Sem er það síðasta sem við þurfum á að halda núna.

Þessar órökstuddu fullyrðingar um "vaxtakjör" eru í raun málflutningur skuldafíkilsins, sem mælir lífið út frá því hvað hann þarf að borga einhverjum öðrum fyrir að fá að nota sína eigin peninga.

Ef þú skyldir ekki hafa fattað það enn, þá snerist Icesave málið einmitt um andstöðu við áhættuhegðun og skuldafíkn. Þannig eru rök þín í raun bara rök fyrir því að það var gott að við næðum að stoppa þetta.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2013 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband