Góð niðurstaða

Mjög líklegt er að ein ástæða þessa hagstæðu niðurstöðu sé vegna þess að íslensk stjórnvöld sýndu að þau vildu leysa þessi mál eftir að núverandi ríkisstjórn var mynduð. Geir Haarde var reikull og ráðvilltur, vissi líklega ekki hvernig átti að taka á þessu máli endu voru ráðgjafar hans meira og minna tengdir fjármálaspillingunni.

Umræðan hér á landi hefur því ótast að miklu leyti á tilfinningum fremur en rökum. Þannig hafa lágmarksinnistæður vegna Icesave reikninganna verið greiddar nánast að fullu eða 93%. Mætti reikna með að þessi mál hefðu verið betur stödd hefði ríkisstjórn Geirs Haarde borið gæfu til að bjarga því sem bjargað var áður en allt fór í vitleysu haustið 2008. Ekki seinna en í febrúar 2008 vissi Davíð Oddsson þáverandi bankastjóri að bönkunum varð ekki bjargað. Í stað þess að hefjast handa, þá var ekkert gert til að forða tjóninu. Hins vegar var umtalsvert „björgunarstarf“ Davíðs síðustu viku fyrir hrunið mikla að ausa hundruðum milljarða í bankana úr sjóðum Seðlabanka án þess að neinar fullnægjandi tryggingar eða veð væru fyrir hendi. Þetta fé er okkur glatað í hendur braskaralýðsins sem bankastjórnaum virðist fremur hafa verið meira umhugað en hagsmunum Seðlabankans.

Nú er sitthvað að skýrast eftir hrollvekju Icesave sem við getum alfarið skrifað á reikning léttlyndra stjórnmálamanna árin fyrir hrun.

Þeir þingmenn sem hafa tengst spillingu hafa ekki riðið feitum hesti frá prófkjörum Sjálfstæðisflokksins.

Góðar stundir.


mbl.is ESA: „Dómurinn var nauðsynlegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband