Óttinn hvetur til vopnakaupa

Dapurlegt er að óttinn hvetji Bandaríkjamenn til vopnakaupa. En það eru ekki allir sem betur fer. Eins er líklegt að þeir sem kaupa, sjái „viðskiptatækifæri“ að selja síðar þessi vopn jafnvel til glæpamanna.

Lög um vopnasölu eru mjög frjálsleg í Bandaríkjunum, sennilega með þeim frjálslegustu í heiminum öllum. Ofbeldi er mjög mikið og er afleiðing langvarandi sinnuleysis yfirvalda að koma skynsamlegum reglum um þessi mál. En hagsmunir vopnaframleiðenda og vopnasala eru miklir og þeir virðast hafa gríðarleg áhrif meðal þingmanna og einkum Reblúblikanaflokksins sem er harðsvírinn flokkur auðmanna og iðnjöfra.

Bandaríkjamenn verða með hliðsjón af undanfarinni reynslu að setja betri og haldbærri reynslu um vopnasölu, hverjir megi hafa vopn undir höndum og hvaða tegund. Þá þarf að skrá nákvæmar hverjir hafa vopn undir höndum og hvernig vopn. Leyfi til að hafa byssu undir höndum eiga að vera skilyrt og að öll skáning sé sem nákvæmust.

Meðan óttinn við ofbeldi er fyrir hendi er jarðvegurinn fyrir vafasöm viðskipti með byssur frjór.

Æskilegt væri að greina Bandaríkjamönnum frá atburðinum í aðdraganda jóla austur í Árnessýslu þegar mjög hættulegur ofbeldismaður flýr úr fangelsi og gefur sig fram frjáls þegar svengdin er farin að segja til sín. Viðbrögð allra voru til fyrirmyndar, fólksins á bænum sem og flóttamannsins sem taldi sig geta trúað á mátt sinn og megin, sem og öll vopnin sem hann hafði undir höndum.

Góðar stundir. 


mbl.is Byssusala í Bandaríkjunum stóraukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband