Viðskiptatengsl Guðlaugs Þórs

Guðlaugur Þór Þórðarson hefur verið nefndur „styrkjakóngurinn“. Tilefnið er að í undanfara prófkjöra í Sjálfstæðisflokknum hafi Guðlaug Þór verið iðinn við að afla sér mjög hárra styrkja að tugum milljóna.

Þegar GÞÞ var stjórnarformaður í Orkuveitu Reykjavíkur fékk hann ýmsa aðila til að greiða stórfé í kosningasjóð sinn. Má t.d. nefna almenningsfyrirtækið Atorku en það átti Jarðboranir um tíma. Fjármálatengsl Guðlaugs þarf að skoða gaumgæfilega. Spurning hver tengsl hans við Hannes Smárason ofurbraskara voru en um tíma var HS forstjóri Flugleiða sem tengist Geysir Green Energy sem sennilega var eins og hvert annað pro forma fyrirtæki til að soga til sín eignir.

Er Guðlaugur með tengsl við kanadíska braskarann sem náði að kaupa stóran hlut í Orkuveitu Suðurnesja? Sá braskari greiddi fyrir hlutinn með gríðarlega háu skuldabréfi til Orkuveitu Reykjavíkur með aðeins 1,5% vöxtum! Naut Guðlaugur einhverrar þóknunar? Þess má geta að fyrir nokkru vildi OR selja þetta skuldabréf til að grynnka e-ð á skuldunum.

Ferill Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur verið vægast sagt skrautlegur að ekki sé meira sagt og dýpra tekið í árina. Hann virðist tengjast mjög hrunmönnum enda kemur nafn hans víða við sögu.

Kannski að Guðlaug Þór Þórðarson sé ein versta óheillakráka íslenskra stjórnmálamanna. Þetta vill fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitisins, Gunnar Andersen, láta rannsaka. Af hverju má ekki leggja öll spilin á borðið?


mbl.is „Nýjasti þátturinn í leikriti Gunnars“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband