Farið var eftir landslögum

Ekkert hefur komið í ljós að réttur hafi verið brotinn á Geir Haarde. Farið í einu og öllu eftir lögum sem SJálfstæðisflokkurinn átti frumkvæði að á sínum tíma. Lögin um Landsdóm eru frá 1963 en voru upphaflega sett á sínum tíma þegar æðsta framkvæmdarvaldið var komið á fót með stofnun Stjórnarráðsins 1.2.1904.

Ákært var og dæmt með hliðsjón af þessum lögum og dómurinn þótti fremur mildur og Geir sýnt fyllsta tillitsemi þrátt fyrir að hann hafði sýnt af sér einstakt kæruleysi í aðdraganda hrunsins.

Að fullyrða um eitthvað annað er alvarleg sögufölsun. Auðvitað er viss hluti þjóðarinnar ekki sátt en hvað átti nað gera annað en að láta reyna á þessi lög þó forneskjuleg kunna að vera? Geir var skipsstjórinn á „Þjóðarskútunni“ sem strandaði á bankahrunsskerinu sem aftur var af leiðing að glannalegri fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda bankahrunsins sem rekja má til einkavæðingar bankanna ásamt Kárahnjúkavirkjun átti meginþáttinn í þessari kollsteypu.

Að einhver þingmaður í Evrópu sem tengist afturhaldi nog frjálshyggjuvillu setji fram yfirlýsingar, þarf Sjálfstæðisflokkurinn ekki að taka sem einhvers konar fagnaðarboðskap. Bankahrunið var í boði SJálfstæðisflokksins. Á þeim bæ vissu menn gjörla eða máttu vita að einkavæðing bankanna og Kárahnjúkavirkjun olli skelfilegum afleiðíngum sem þeir vilja ekki kannast við.

Það er hins vegar mjög athyglisvert hvernig „hrunmannaklíkan“ vill móta skoðanir í samfélaginu. Síðastliðin ár hefur verið unnið að nóttu sem degi að grafa undan trausti núverandi ríkisstjórnar undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur sem þrátt fyrir allt hefur náð okkur út úr hremmingunum hvað sem einhverjar sálarlausar íhaldssálir vilja halda fram.

Góðar stundir!


mbl.is Málið gegn Geir misheppnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Landslög, kallar þú það.  Landslög segja nákvæmlega ekki neitt um að það megi ofsækja pólitíska andstæðinga fyrir ekkert eða fyrir pólitískar gjörðir eftir þeirra getu og vitund.  Og ég er 100% sammála hollenska þingmanninum. 

Það ætti hinsvegar að draga Jóhönnu og Steingrím fyrir sakadóm og af allt öðrum ástæðum en Geir var ranglega dreginn fyrir dóm.  Vonandi verður það gert og þau dæmd, fyrir fjölda mála.  Ætla að taka það fram að ég hef aldrei verið í Sjálfstæðisflokknum og ver Geir samt.

Elle_, 2.10.2012 kl. 22:20

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Elle:

Hefurðu lesið yfir lögin um ráðherraábyrgð og Landsdóm? Og hefurðu lesið yfir dómsúrlausn Landsdóms? Leyfi mér að efast um það.

Hvernig þú snýrð út úr. Sjónarmið þitt er byggt meira á tilfinningarlegum sjónarmiðum en staðreyndum og rökum. Telurðu virkilega að Jóhanna og Steingrímur hafi gerst brotleg við sömu lög?

Þau sýndu ALDREI af sér neina linkun eða kæruleysi gagnvart málsástæðum þeim sem Geir var sakfelldur.

Þér ber að sýna betri rök sem byggð eru á staðreyndum en einhverjum röksemdum sem þú ert greinilega ekki tilbúin að setja fram.

Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2012 kl. 22:49

3 Smámynd: Elle_

Nei, Mosi, ég er búin að lesa alveg nóg um þetta mál.  Þú hinsvegar lítur á það frá týpískum samfylkingarlegum toga. 

Og ekki rangtúlka það sem ég sagði um Jóhönnu og Steingrím, en ég sagði af allt öðrum ástæðum en Geir var dreginn fyrir dóm fyrir.  Segi enn, vonandi verða þau dregin fyrir dóm fyrir fjölda mála.  Og dæmd.  Svo er óskiljanlegur stuðningur þinn við svikula Jóhönnu og co.

Elle_, 2.10.2012 kl. 23:00

4 Smámynd: Elle_

Loks, ég var ekki að snúa út úr neinu.

Elle_, 2.10.2012 kl. 23:01

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi hollenski þingmaður dregur ansi glannalegar ályktanir. Að spyrða saman mál Geirs Haarde og Júlíshenkó er fyrir neðan allar hellur.

Ákæran gegn Geir var mun alvarlegri en sem Júlíshenkó var ákærð fyrir. Dómurinn yfir Geir er léttvægur miðað við þann ótrúlega harða dóm sem Júlishencho varð fyrir.

Guðjón Sigþór Jensson, 3.10.2012 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242923

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband