Hvað eru pólitísk fingraför?

Í fréttinni segir: „Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að pólitísk fingraför séu á þingsályktunartillögu um rammaáætlun“.

Hvað telur þingmaður þessi að séu  „pólitísk fingraför“?

Ákvörðunin um Kárahnjúkavirkjun var einhver svæsnasta og pólitíska ákvörðun sem gekk þvert á alla eðlilega skynsemi. Sú ákvörðun klauf þjóðina í tvær andstæðar fylkingar. Þar var ekkert farið eftir hugmyndum sem fyrir lágu um þáverandi rammaáætlun. Versti virkjanakosturinn var valinn sem hafði mestu umhverfisspjöllin!

Eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum í Stjórnarráðinu var tekin sú ákvörðun að fara yfir alla virkjanakosti, flokka þá og skilgreina eftir bestu sjónarmiðum náttúrufræðinga og annars fagfólks. Ef Unnur Brá telur það vera „pólitísk fingraför“ þá mætti hún skoða betur söguna: Einkavæðing kvótans og síðar bankanna, ákvörðunin um Kárahnjúkavirkjun og stuðning við Íraksstrðið eru þetta ekki „pólitísk fingraför“?

Mætti þingmaður þessi skoða betur söguna áður en hún lætur frá sér fara fleiri furðulegar yfirlýsingar.

Góðar stundir.


mbl.is Deila um pólitísk fingraför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Núverandi stjórnarflokkar voru í stjórnarandstöðu þegar vinna við rámmaáætlun hófst. En það eru rúm tíu ár síðan þeirri vinnu var hrundið af stað í víðtækri sátt í þinginu.

Hins vegar er það svo að þetta ca. ár síðan vinnu við rammaáætlun lauk, hefur niðurstaða þeirrar vinnu legið föst innan stjórnarflokkanna. Þar sem ekki liggur sátt um niðurstöðu faglega skipaðrar nefndar um málið milli stjórnarflokkanna.

Hvað Kárahnjúkavirkjun varðar, þá var ákvörðunin um hana, þverpólitískari en þú virðist koma auga á, Guðjón. Skoðaðu bara hvaða flokkar voru í meirihluta í sveitarstjórnum á svæðinu, hverjir áttu Landsvirkjun, þar átti Reykjavíkurborg stóran hlut og var borgin á þeim tíma undir stjórn R-listans.

Kannski væri nær að finna slysinu "Hellisheiðarvirkjun" allt til foráttu. Enda er ákvörðunin um þá nær skuldlaus eign R-Listans.

Hvað einkavæðingu kvótans varðar, þá áttu væntanlega við framsalið. Það er skuldlaus eign vinstri flokkanna, sem þá hétu reyndar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, og Framsóknarflokksins. Sem að með lögum 38/1990 heimiluðu framsal aflaheimilda og festu núverandi kvótakerfi í sessi.

Hvað Írak varðar, þá var stuðningur við það stríð, móralskur fremur en að hann hefði getað komið í veg fyrir það stríð. En ekki er lengra síðan en þegar stríðið í Líbýju var háð, að það stríð var háð með fullu samþykki stjórnarflokkanna. Enda var það stríð háð af NATO og ákvörðun um það tekin á fundi hjá NATO þar sem íslensk stjórnvöld höfðu neitunarvald og hefðu því getað komið í veg fyrir beina þátttöku NATO í því stríði, með því að beita neitunarvaldi.

Hvað einkavæðingu bankanna varðar þá er það sjálfsagt að rannsaka hana eina ferðina enn. Það verður svo hægt að rannsaka einkavæðingu Steingríms á bönkunum, að loknum næstu kosningum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.9.2012 kl. 22:12

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kárahnjúkavirkjunin var alltaf umdeild á sínum tíma og jafnvel enn. Vendipunkturinn í andstöðu gegn henni varð þegar þáverandi borgarstjóri í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún tók þá umdeildu ákvörðun að leggjast ekki gegn áformunum um Kárahnjúkavirkjun. Þar með var kominn mikilsverður liðsauki. Ingibjörg taldi að það væru hagsmunir Reykvíkinga sem hún rökstuddi ákvörðun sína. Þetta voru afdrifarík mistök.

Varðandi Hellisheiðarvirkjun þá var hún ekki umdeildari en svo að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir sáu ekkert henni til foráttu.

Varðandi kvótamálið þá voru afdrifaríkustu mistökin þegar stjórnmálamenn leyfðu veðsetningu og afsal kvótaheimilda. Þar með gátu kvótahafar gert kvótann að féþúfu.

Einkavæðing bankanna hefur ekki verið rannsökuð nægjanlega, því fer fjarri!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 24.9.2012 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 242925

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband