Skógur og Skógarfoss

„Þegar einhver villist í íslenskum skógi ætti hann að standa upp“ var lengi sagt um upphaflegu kjarrskógana. Nú er loksins að vaxa upp almennilegur skógur og fólk fer af stasð í vandlætingu að hneykslast á ef skógur er allt í einu að vaxa og dafna.

Þeir sem sjá vaxandi skógi við Skóga og Skógarfoss ættu að líta fremur á rafmagnslínurnar: eru þær stikkfrí í umræðunni? Af hverju erum við að sætta okkur við rafmagnslínur í beinum æpandi línum en agnúust út í gróður jarðar?

Skógur við Skógarfoss á mjög vel saman. Það er ekki verið að eyðileggja fossinn á neinn hátt þó svo að birkiskógur vaxi við veginn.

Eiginlega ættu Íslendingar að læra að nýta sér kosti skógarins til yndis og skjóls. Við gætum náð margfalt betri árangri við ræktun korns og grass ef skjólskógar eru fyrir hendi. Það sannaði Klemens á Sámsstöðum á sínum tíma en fáir vildu hlusta á.

Við getum einnig hamið vindinn með öflugum skjólskógi á vindasömum stöðum t.d. undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, á Kjalarnesi og Hafnarmelm. Þá eru aðrir vindasamir staðir eins og í Öræfum og sums staðar á Suðausgturlandi eins og í Hamarsfirði fyrir vestan Djúpavog en þar sat eg með ferðahóp í gærdag tepptur vegna storms á þeim slóðum.

Það getur verið skiljanlegt að sýna vandlætingu en hún þarf að byggjast á skynsemi og hófsemi. Vandlæting getur farið út í fyllstu öfgar og skal ekki nein dæmi nefnd um slíkt enda blasa þau víða við í daglegu lífi.

Oft er kannski best að þegja en segja eins og segir í vísunni.

Staddur á Smyrlabjörgum í Suðursveit.

Góðar stundir!


mbl.is Skógur skyggir á Skógafoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég átti leið um Skeiðarársand nýlega og það rann upp fyrir mér að hann er óðum að hverfa! Þar hafa skotið upp kollinum birkikvistar með afar reglulegu millibili eins og þeim hafi verið plantað þar. Viku seinna heyrði ég frétt í útvarpinu um að þetta væri náttúrulegur vöxtur og plönturnar hefðu sáð sér þarna sjálfar. Það er samt frekar ótrúleg samsæriskenning sem ég trúi varla upp á þessar saklausu birkihríslur, að þær hafi lagt þannig á ráðin um að skemma fyrir mér útsýnið á stórkostlegasta hluta hringvegarins. Eða allavega eftir svona tíu ár þegar þær verða orðnar nógu stórar til þess. Ég mun seint trúa slíkri þrjósku upp á neitt nema sauðkindina, jú og kannski Steingrím J.

En að öllu gamni slepptu, bestu kveðjur í Suðursveitina.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.9.2012 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242896

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband