Ólafur Ragnar og þingræðið

Ólafur Ragnar hefur verið talinn vera pólitískur refur. Honum hefur tekist það ótrúlega: vafið Sjálfstæðisflokknum um fingur sér jafnframt að gefa þingræðinu langt nef án þess að hann hafi fengið gagnrýni fyrir.

Þegar 70% þingmanna vildi samþykkja samkomulag við Breta og Hollendinga varðandi Icesave, þá fannst honum sjálfsagt að leggja stein í þá braut sátta og farsællrar lausnar. Þá var alveg ljóst að nægir fjármunir voru til að greiða Icesave.

Hann vissi eða mátti vita að hann var að draga þjóðina með sér útí afarvafasaman leiðangur þar sem tilfinningaleg rök og táradalurinn voru meginstefið. Það stóð aldrei til að þjóðin borgaði Icesave.

Sú vafasama söguskoðun virðist hafa orðið til við óskiljanlega rangtúlkun á staðreyndum sem við eigum sennilega eftir að verða okkur mun dýrari leið þegar öll kurl hafat verið dregin til grafar.

Þingræðið var innleitt 1904. Var það afnumið af Ólafi Ragnari? Veit hann betur en yfirgnæfandi meirihluti þingsins? 


mbl.is Ólafur Ragnar varð „óttasleginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Það eru aðeins vitibornir menn og sálir sem skilja að gjá milli þings og þjóðar segir eitt að þjóðin ræður þjóðin treysti ekki þeim 70 prósentum sem þú talar um,

Við það er að sega þjóðin förum ekki að bera ábyrgð á þjófum og ræningjum eins og þeir sem vildu að við gengumst í ábyrgð fyrir og eru það aðeins menn eins og þú og þínir meðbræður vilduð það eru menn sem ekki skilja rétt frá röngu......

og Já hann vissi það betur enda hlustaði hann á þjóð sína..

Jón Sveinsson, 22.7.2012 kl. 00:41

2 identicon

Sæll.

JS kemst ágætlega að orði.

Þú gleymir algerlega, vegna andúðar þinnar á ÓRG, að nefna það að á hann var skorað af stórum hluta atkvæðisbærra manna að efna til þjóðaratkvæðis. Ólafur var ekki að taka neina efnislega afstöðu til málsins með því, einungis að hlusta á þjóð sína sem er nokkuð sem þingmenn mættu gera meira af og skýrir auðvitað að nokkru leyti það vantraust sem er á þinginu. Ef við hefðum samþykkt Icesave værum við búin að borga núna um 60 milljarða í gjaldeyri sem við eigum ekki til!! 60 milljarðar eru kannski klink í augum vinstri manna en ekki annarra. Hvar leggur þú til að við fáum þessa 60 milljarða?

Svo er það enn eitt málið sem vinstri menn skilja ekki og er rót mikilla vandamála núna í heiminum: Opinberir aðilar bera ekki  fjárhagslega ábyrgð á starfsemi einkafyrirtækja. Barnier (ESB) er með reglur í smíðum sem banna það að fjármálafyrirtækjum verði bjargað. Hvort þær reglur komast á koppinn eður ei er erfitt að segja til um en sýnir samt að örfáir innan ESB eru loksins farnir að kveikja á perunni. Betra er seint en aldrei. Svo ein spurning til þín: Hvers vegna mega bankar ekki fara á hausinn? Hvaða munur er á banka og t.d. bifreiðaverkstæði?

EFTA dómstóllinn getur einungis gefið ráðgefandi álit. Varnarþing ríkja eru ávallt dómstólar þess lands. Þér er hér með bent á þessa staðreynd og ráðlagt að hafa hana í huga svo þú skiljir betur þessi mál.

Það skiptir þig auðvitað engu máli að margir mikilsmetandi fjölmiðlar draga okkar taum í Icesave. Hvers vegna?

Hvernig er staðan á Spáni og Írlandi? Þessar þjóðir tóku þá röngu ákvörðun að láta ríkið styðja bankana. Það er sósíalismi og nú sjáum við greinilega hve vel hann virkar - sem og hér :-( Mikil fólksflótti er á Írlandi eins og hér. Það sama sáum við í A-Evrópu á sínum tíma - þar hætti fólk lífinu til að komast í burtu.

Svo langar mér að óska þér til hamingju með frábæran árangur SJS sem fjármálaráðherra: 90 milljarða halli árið 2011 er frábært verk. Skuldir okkar hækka enn frekar vegna vanhæfni hans. Einnig langar mig að hrósa þér vegna verka skoðanabróður þíns MG í Seðlabankanum, hann sér til þess að íslenska ríkið borgar okurvexti, margfalt hærri vexti en önnur ríki.

Einnig langar mér að óska þér til hamingju með embættisfærslur Oddnýjar fjármálaráðherra og hennar aðstoðarmanna. Hún tekur milljarð dollara að láni til 10 ára á 6% vöxtum og gumar svo af umfram eftirspurn. Auðvitað slást fjárfestar vestra um að lána svona sauðum á 6% vöxtum þegar ameríska ríkið greiðir bara 1,5%. Spánverjar borga núna rúm 6% og eru við það að fara á hliðina, bara svona til að setja hlutina í samhengi.

Lærdómurinn af þessu: Vinstri menn skilja ekkert í efnahagsmálum og það sjáum við greinilega sé litið til aðstæðna hér.

Helgi (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 08:41

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Hægt er að horfa á málið frá öðru sjónarhorni:

Ísland er hlutafélag með framkvæmdastjórum.

Hluthafar ráða 63 framkvæmdastjóra tímabundið til að stýra daglegum rekstri hlutafélagsins.

Hluthafar kjósa stjórnarforman sem má hann ekki vera einn af framkvæmdastjórunum né þyggja laun frá viðskiptavinum.

Verði hluthafar óánægðir með ákveðin störf framkvæmdastjóranna þá getur stjórnarformaður boðað til hluthafafundar þar sem einfaldur meirihluti hluthafa ákveður hvort þessi ákveðnu störf framkvæmdastjóra séu samþykkt eða ekki. 

Þótt að 70% framkvæmdastjóranna telji að þetta ákveðna mál, sem stjórnarformaður boðaði til hluthafafundar um vegna óánægju hluthafa, sé "sniðugt" og að ekki þurfi að boða til hluthafafundar um málið þar sem hluthafarnir hafi ekki þekkingu til að taka "sniðugar" ákvarðanir þá breytir það engu um að framkvæmdastjórarnir geta ekki yfirtekið rétt hluthafana til að ráða sínum málum sjálfir.

Sniðugast væri að þeir framkvæmdastjórar sem telji að hluthafar séu ekki færir um að taka "sniðugar" ákvarðanir dragi sig í hlé og gefið öðrum framkvæmdastjórum tækifæri.

Eggert Sigurbergsson, 22.7.2012 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 242925

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband