Skilningur Ara Trausta eðlilegastur

Getur forseti lagt sjálfstætt fram lagafrumvarp á þingi?

Sumir frabjóðendur telja svo vera aðrir að um sé að ræða tæknilegt atriði án þess að útlista það nánar.

Ari Trausti bendir réttilega á að forseti þurfi að vinna saman með forsætisráðherra og ríkisstjórn enda fara þessir aðilar saman með framkvæmdavaldið.

En löggjafarvaldið er formlega hjá forseta og þingi.

Ljóst er að forseti á skv. stjórnarskrá ekki sæti á Alþingi þó formlega séð setji hann þing og slíti því. Hann á ekki hvorki málfrelsi né atkvæðisrétt á þingi. Hvernig Andrea vill komast fram hjá þessu er ekki ljóst. Forseti verður ætíð að fá einhvern til þess að flytja mál sitt á þingi og fylgja því eftir.

Það málefni sem Andrea bendir á er góðra gjalda vert. Mikið hefur verið rætt um þessi mál og sitthvað hefur verið gert til að leiðrétta aftur í tímann sem aflaga fór en ekki allt. Þannig hefur t.d. ekki verið komið neitt á móts við þær tugi þúsunda Íslendinga sem töpuðu áratuga sparnaði sínum í formi hlutabréfa. Og ekkert hefur verið gert til þess að koma í veg fyrir undanfara nýrra hruna. Af hverju má ekki koma í veg fyrir krosseignatengsl sem voru meginorsök bankahrunsins?

Því miður eru sumir allt of bundnir við fortíðina án þess að átta sig á því að við verðum að huga meir að framtíðinni en því liðna. Forseti á að sinna hlutverki sínu betur að leiða okkur fram hjá skerjunum og boðunum allt í kring en ekki vera sífellt að líta á hlutverk sitt sem n.k. aðila sem tekur til eftir aðra.

Þjóðaratkvæðið um Icesave er af þessum sama meiði. Þar var ákvörðun tekin meir af tilfinningarökum fremur en staðreyndum. Svo einkennilegt sem það nú er, þá mátti aldrei minnast á frystu innistæðurnar í vörslum Englandsbanka. Það átti að láta þær ganga upp í greiðslur en því miður voru það formsatriðin í þessum samningum sem urðu aðalatriðið.

Forsetinn er ábyrgðarlaus af embættisathöfnum sínum en á að hafa samvinnu með ríkisstjórninni eins og hún er skipuð á hverjum tíma. Hlutverk hans er ekki að vinna gegn henni eins og gerðist í Icesavemálinu. Enda einkenndist ákvörðun hans af fullkomnu ábyrgðarleysi og allt að því skilningsleysi á eðli þessarar deilu og starfsemi banka.

Góðar stundir!


mbl.is Andrea myndi leggja fram frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband