Skoðanankannanir geta verið dulbúinn áróður

Í nánast  öllum réttarríkjum eru lög um skoðanankannanir þar sem skýrar reglur eru um hverjum er heimilt að efna til skoðanakannanna, hvenær og hvernig þær fari fram.

Í mörgum skoðanakönnunum hérlendis eru hagsmunaaðilar sem efna til skoðanakannanna og oft misbrestur að aðferðin sé í samræmi við sanngirni og byggist á réttri og viðurkenndri aðferðafræði.

Þannig þarf að vera tryggt að þeir sem spurðir eru, séu ekki valdir fyrirfram t.d. ur hópi fólks sem vitað er haða skoðun þeir hafa á málefni. Þá er ekki sama hvernig spurt er en „veiðandi“ spurningar eru ekki viðurkenndar. Með „veiðandi“ spurningu er átt við að líklegasta svarið sé falið í spurningunni. Eg hefi t.d. verið spurður í skoðanankönnun þar sem eg vildi ekki gefa upp svar hvort líklegt væri að eg kysi Sjálfstæðisflokkinn!!!!

Spurning eins og þessi er með öllu á skjön við allar þær fræðilegu réttu aðferðir sem almennt eru viðurkenndar. Er furðulegt að þeir hagsmunaaðilar sem standa á bak við skoðanakönnun leyfi sér að setja fram spurningu sem þessa. Spyrillinn á að vera algjörlega hlutlaus og ekki hafa neina möguleika að fá einhverja niðurstöðu sem er þeim í hag sem vill styrkja sig.

Hér á landi er jafnvel verið að framkvæma skoðanakannanir misjafnlega vandaðar fram á síðasta dag. Hagsmunaaðili birtir hana einkum ef niðurstaðan er honum hagstæð annars kannski alls ekki!

Skoðanankannanir geta verið dulbúinn áróður settur fram til að móta skoðanir og ákvörðun þeirra sem ekki hafa tekið afstöðu og eiga jafnvel erfitt með að taka ákvörðun á eigin spýtur.

Skoðanakannanir hafa því gríðarmikið áróðursgildi og skekkja oft val þeirra sem ekki hafa ákveðið sig.

Við lifum í landi þar sem fjármagnið og völdin hafa lengi átt samleið. Þeim hefur liðist margt en er ekki rétt að tryggja lýðræðið sem best og koma í veg fyrir misnotkun?

Þörf er á lögum um skoðanankannanir hér á landi eins og víðast er í réttarríkjum sem lengra eru komin í þróun lýðræðis en við.

Góðar stundir!


mbl.is Ólafur Ragnar heldur forystunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú spyr ég vegna þess að ég er forvitinn.  Er það virkilega tilfellið að í nánast öllum réttarríkjum, eins og þú segir, gilda lög um skoðanakannanir? 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 13:16

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þú spyrð hvort skoðanakannanir séu dulbúinn áróður. Vissulega væri það hægt en ekki hægt að komast upp með það, held ég. Ég er á svarendalista hjá Capacent og einhverjum öðrum sem ég man ekki hvað heitir, MM-eitthvað? auk Bylgjunnar. Var í upphafi sagt að ég hefði verið valinn af handahófi -- sem nú tíðkast að kalla „tilviljunarkennt úrtak“ vegna ríkjandi málfátæktar. Er talsvert kresinn á það sem kalla mætti leiðandi spurningar en man ekki eftir þeim. Hafi ég verið spurður hvað líklegt væri að ég kysi, sem vissulega hefur komið fyrir, hef ég haft alla mögulega kosti úr að velja. Aldrei spurður hvort líklegt væri að ég kysi einhvern einn tiltekinn. -- Þótt niðurstöður skoðanakannana séu ekki eins og við gætum helst óskað okkur megum við ekki falla í þann pytt að telja þær óvandaðar eða hreinlega falsaðar.

Sigurður Hreiðar, 22.6.2012 kl. 13:54

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

H.T.Bjarnason:

Já í allmörgum ríkjum eru lög sem takmarka skoðanakannanir sem verða að fara eftir siðareglum og að aðferðafræðin sé vísindalega rétt en ekki fúsk eins og stundum er það látið viðgangast hér á landi.

Sett eru t.d. reglur hverjir megi framkvæma skoðanakannanir, skilyrði hvernig og hversu oft. Þá er oft stundum bannað að viðhafa skoðanakönnun vissan tíma fyrir kosningu, einhverja daga og jafnvel viku.

Sigurður:

Augljóst er að skoðanakannanir geta verið áróður fyrir einhverjum málstað. Ef spurningar eru leiðandi þ.e. þær innifela í sér mögulegt svar eða sem gæti verið stefnt að fá sem flesta við að svara, þá er slík skoðanakönnun lævís áróður.

Sé spurningin þannig að líklegt sé að kjósa einhvern tiltekinn stjórnmálaflokk en annan eftir að svarandi hafi annað hvort sýnt spyrli áhugaleysi eða ekki viljað svara, þá eru slíkar spurningar ekki sérlega vísindalegar. Spyrill á að vera hlutlaus en ekki vera stýrandi að einhverri niðurstöðu sem er e.t.v. tilgangur „skoðanakannaninnar“.

Um skoðanankannanir og viðhorfskannanir fjallar heil vísindagrein, aðferðafræði innan félagsfræðinnar. Fræðigrein þessi er mikið í deiglunni enda er tekist oft á mikla hagsmuni og ýmislegt reynt til að hafa áhrif á kjósendur og mynda almenningsálit.

Mjög vandasamt er að setja fram spurningu sem er alveg hlutlaus og það er einmitt það sem greinir á milli vísindalega rétt framkvæmdrar skoðanakannanna og annarra sem kunna að vera gerðar í þeim eina tilgangi að hafa áhrif og geta fallist undir áróður.

Vísindamaður kappkostar að vera hlutlaus gagnvart viðfangsefni sínu en gefur sér ekki niðurstöðuna fyrirfram eins og sumir vilja og reyna allt hvað þeir geta til þess að fá sem flest jákvæð svör með leiðandi spurningum.

Vona að þessar skýringar upplýsi þetta mál betur.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 23.6.2012 kl. 07:59

4 Smámynd: Högni Snær Hauksson

Ég var einu sinni alltaf á lista hjá Bylgjunni (365) en svo var hætt að hringja.......enda dagskrágerð og lagaval þar á bæ ekki að mínu skapi, síðasta símtalið fjallaði um fótbolta sem ég hef mikinn áhuga á slíku og spyrillin gat ekki skilið hvernig ég gat fylgst með boltanum án þess að horfa á hann á 365,netinu eða á pöbbnum..ég sagðist hafa SKY og horfði á dagskrá 365 (íþróttir, meistaradeild, þætti, tónlist bíómyndir ) fyrir nánast sama verð og baugsmenn buðu. en fannst þeirra verð of dýrt og þeirra dagskrá léleg. Fyrir utan íslenska dagskrágerð sem ég er tilbúin að borga fyrir  enda slík dagskrágerð ekki á SKY. Um leið og ég gagnrýndi 365 þá var ég tekin út af könnunum þar eða það hlýtur að vera það var hringt í mig 1-2 í mánuði og það hefur ekki verið hringt í mig í 4 ár núna.

En ég svara alltaf þegar VR, Capacent og aðrir hringja....

HSH

Högni Snær Hauksson, 23.6.2012 kl. 21:11

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Högni og þakka þér fyrir síðast.

Skoðanankönnun eins og þú lýsir og reyndar Sigurður einnig eru ekki skoðanakannanir í vísindalegum skilningi. Talið er að sé vandað til úrtaksins sem er nefnt þýði og er fyrirfram ákveðið hversu margir eru, 1.000 manns eða 2.000, kannski jafnvel fleiri eiga að sýna nokkuð vel það sem talið er að viðhorfsstraumarnir séu. Til þess að þetta val sé rétt valið verður það að vera tilviljunarkennt og að allir sem hafa kosningarétt hafi jafna möguleika að lenda í þýðinu.

Það gengur ekki ef gengið hefur verið út frá því að viss hópur sé alltaf í þeim hóp sem haft er samband við enda er líklegt að slíkt val hafi mótast af einhverjum fyrirfram skoðunum þess sem framkvæmir skoðanakönnunina.

Þegar eg var í Félagsvísindadeild og kynnti mér þessi mál voru viðhorfskannanir DV mjög algengar. Aðferðafræðin var mjög einföld: Hringt var í 600 manns og ef ekki var svarað þá var hringt í þann næsta uns 600 manns höfðu svarað. Ef mikið lág við þá var hringt í fleiri.

Nú voru þessar hringingar á laugardögum frá því um 10 á morgnana og fram í síðdegið. Ekki voru allir skráðir fyrir síma, sumir með leyninúmer sem aldrei var unnt að ná í með þessari aðferð. Þeir sem náðust í voru einkum eldra fólk og þeir sem ekki voru að vinna eða einhvers staðar t.d. á skíðum í Bláfjöllum. Þetta var löngu fyrir daga vasasímanna (farsímanna). Þessir þættir skekktu þessa skoðanakönnun mjög mikið og var gagnrýnd af prófessorunum í Félagsvísindadeild.

Talið er að þýði sem valið hefur verið eftir viðurkenndum aðferðum endurspegli vilja þjóðarinnar og gildir einu hvort þýðið sé 1.000 eða fleiri. Talið er að skekkjan sé ekki mikið meiri þó valdir séu t.d. 10.000 en eftir því sem fleiri eru valdir því dýrari verður könnunin.

Það er nefnilega svo að þeir aðilar sem hafa haft skoðanakannanir á prjónunum fari stystu leiðina m.a. til að spara sér fjármuni og tíma. Þær eru því langt því frá að vera eins vandaðar og þurfa þyrfti.

Og þegar hagsmunaaðilar „kaupa“ skoðanakönnun er þá ekki hætta á ferðum? Skoðanakannaniri geta verið lævíst áróðursbragð til að sýna eitthvað sem ekki hefur verið kannað eftir viðurkenndum aðferðum félagsvísindanna.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 24.6.2012 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband