Nauðsyn siðareglna

Siðareglur hafa marga góða ótvíráða kosti. Þær leggja siðferðislegar skyldur á aðila og er meginmarkmið þeirra að þeir sem starfa undir þeim, geri sér grein fyrir því að aðhafast ekkert sem umdeilt kann að vera og kann að koma viðkomandi í koll.

Bankar, fjarmálastofnanir og lífeyrissjóðir og fjöldi annarra aðila eiga að setja sér siðareglur. Þær hafa reynst vel og eiga að koma í veg fyrir tilvik sem þetta.

Fyrir um áratug dæmdi héraðsdómari einn veðsetningu ógilda á íbúð níræðrar konu sem hún hafði aumkað sig yfir að skrifa undir skjal einhvers sem ekki stóð í skilum við banka. Rökstuðningur dómarans var mjög skýr og einföld: Það væri siðferðislega rangt að ganga að eigum gömlu konunnar.

Allar lagareglur, verklagsreglur og formreglur bankanna var framfylgt og ekkert nema þessi óvænti héraðsdómur kom öllu bankakerfinu í koll. Ef þá hefði verið brugðist rétt við, þá hefði mátt draga verulega úr öllum þeim áföllum sem bankahrunið kallaði yfir okkur.

Þess má geta að stjórnmálaflokkar, fjölmiðlar, meira að segja embætti forseta lýðveldisins hafa ekki sett sér siðareglur þó svo að fyllsta ástæða sé til. Blaðamenn hafa lengi starfað með siðareglur Blaðamannafélagsins. Auk þess starfa fjölmargar starfsstéttir undir siðareglum, hjúkrunarfólk, læknar, lögfræðingar og prestar. Meira að segja bókasafnsfræðingar og leiðsögumenn starfa undir siðareglum. Siðareglum hafa reynst öllum vel og ekki kunnugt að neinn hafi séð ástæðu til að kvarta.

En það virðist ekki falla öllum í geð að þurfa að undirgangast siðareglur. Meira að segja sitjandi forseti lýðveldisins er andstæður að embætti hans séu settar siðareglur. Til hvers skyldi sú ákvörðun vera? Er það vegna þess að það gæti truflað tilraunastarfsemi hans í meðferð valds í íslenskri stjórnsýslu?

Góðar stundir!


mbl.is Tekjulítill en skuldaði 145 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Þarna kemur fram hjá þér mikil oftú á reglur. Það sem þarna virðist hafa gerzt er að lífeyrissjóðurinn fór að öllum reglum sem honum var skylt að fara eftir, en fór ekki að því sem hann mátti vita, þ.e. að lántakinn var ekki borgunarmaður fyrir einu né neinu. Dómurinn sem þú nefnir er í anda þess að taka skynsemi og réttlæti fram yfir blinda reglufestu. Þegar í hlut á fjármálastofnun annars vegar og einstaklingur/ar hins vegar er eðlilegt að gerð sé meiri krafa um vitneskju hjá stofnuninni. Hún hefur alla burði til að afla sér þeirra upplýsinga sem hún vill (ef persónuverndarlög eru þá ekki búin að banna allt slíkt).

Skúli Víkingsson, 6.6.2012 kl. 14:17

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér málefnalega athugasemd Skúli. Hins vegar tel eg að siðareglur hafi verið fremur til bóta en til þess gagnstæða. Ekki er mér kunnugt að þær hafi spillt fyrir.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 6.6.2012 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband