Skiljanleg afstaða Þjóðverja

Sennilega eru Þjóðverjar enn að greiða Ísrael bætur fyrir stríðsglæpi þrátt fyrir að 67 ár eru frá þessu hryllilega stríði sem hófst með lýðskrumi og æsingum ofstopamanna. Heil þjóð var látin greiða fyrir afglöp sem byggðust á mannfyrirlitningu og grófum mannréttindabrotum.

Ísrael er eitt mesta herveldi heims sem býr yfir kjarnorkuvopnum. Þessi gríðarlegi vígbúnaður er að öllum líkindum mesta ógn við heimsfriðinn fyrir botni Miðjarðarhafsins enda eru nágrannaríkin grá fyrir járnum þar sem ýmsir misjafnir valdsmenn stjórna landi og lýð með harðri hendi. Dæmi um það er Sýrland þar sem hefur verið nánast borgarastyrjöld.

Nú kunna Þjóðverjar að hugsa sem svo: Af hverju erum við enn að greiða stríðsskaðabætur ríki sem heldur heimshluta í heljargreypum, fúlgur fjár sem umtalsverð líkindi eru að fari í hergögn og herbúnað og beint gegn 3ja aðila?

Þessar háu fjárhæðir mætti fremur nota til friðarstarfs í heiminum og til að byggja upp bætt lífskjör í þróunarríkjunum.

Þess má geta að meðal Ísraelsmanna eru fjöldi manns sem hefur skömm á yfirgangi og miskunnarleysi stjórnar sinnar gagnvart Palestínumönnum. Þannig hafa hjálparsamtök meðal þeirra sinnt mannúðarstarfi í Palestínu og vilja sýna þeim virðingu og tillitsemi.

En það er svo að æsingamennirnir ráða og hafa síðasta orðið og draga þjóðir heims í hverja ógæfuna á fætur annarri.

Carl Blindt hefur bent á að lykillinn að stuðla að varanlegum friði í Austurlöndum nær er að takmarka vopnabúnað Ísrael. Eru undur og stórmerki að Þjóðverjum gremst staða mála?

Góðar stundir!


mbl.is Telja Ísrael vera „árásargjarnt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þú snýrð öllu á hvolf eins og vanalega. Hvers vegna?

Hverjir réðust af fyrra bragði á Ísrael 1973? Hverjir byggðu upp mikinn herafla við landamæri Ísrael 1967? Af hverju fengu hermenn frá Írak að marsera í gegnum Jórdaníu 1967 að landamærum Jórdaníu og Ísrael? Til að fara í sólbað? Það liðu ekki nema nokkrar klukkustundir frá því Ísraelar lýstu yfir stofnun sjálfstæðs ríkis 1948 þar til Egyptar, Jórdanar, Írakar, Líbanir og Sýrlendingar réðust á Ísrael. Vissir þú það ekki?

Sagan kennir Ísraelum því miður að þeir þurfa að hafa öflugan her ef þeir ætla sér að vera til.  Vissir þú það ekki?

Það eru engir æsingamenn sem fara með völd í Ísrael, heldur lýðræðislega kjörin stjórn hvað sem þér finnst um hana. Vinstri menn eins og þú stjórnuðu Ísrael þar til nýlega. Þar er lýðræði en það tíðkast ekki í Arabaheiminum. Hérlendis er lýðræðislega kjörin stjórn við völd, hvað sem segja má um núverandi stjórnvöld. 

Það er ekki orð að marka það sem Carl Bildt segir enda hefur hann í gegnum tíðina sýnt að hann er andsnúinn Ísrael og ber því að skoða orð hans í því samhengi. Vissir þú þetta ekki heldur? Hefur Bildt í allri sinni visku eitthvað rætt um vopnabúnað Sýrlendinga og Írana? Skiptir það kannski engu máli? Hvaðan heldur þú að Hamas fá vopn og peninga? Hvaðan heldur þú að Hesbolla fái vopn og peninga? Hvert heldur þú að þeir íbúar Gaza sem eru illa veikir sæki heilbrigðisþjónustu?

Hvernig í ósköpunum er her Ísrael mikil ógn við friðinn í miðausturlöndum? Þeir beita hernum einungis í varnarskyni, átökin 2006 eru gott dæmi um það. Ísrael er umkringt þjóðum sem hata landið og vilja drepa íbúana. Finnst þér virkilega skrýtið að menn vilji geta varið sig? Hvað hefur t.d. forseti Íran sagt um Ísrael? Hefur þú aldrei heyrt neitt um það? Veistu ekkert um það hvernig átökin 2006 hófust?

Vissir þú að heimstjórn palestínumanna borgar fjölskyldum sjálfsmorðsprengjumanna laun og ýtir þar með undir sjálfsmorðssprengjuárásir? Vissir þú að í námsbókum palestínskra barna má finna svona dæmi: Ef sprengja springur í hópi 12 gyðinga og 8 látast, hvað er þá margir á lífi? Er líklegt að svona stuðli að friði?

Ísraelar hafa samið frið við bæði Egypta og Jórdana þannig að "æsingamennirnir" sem þú kallar sem svo hafa samið frið. Vissir þú það kannski ekki? Hefur þú ekki heyrt um samninga milli Ísraela og PLO frá 1993 kennda við Osló? Vissir þú ekki að Ísraelar yfirgáfu Gaza 2005? Hvað hefur gerst síðan þar? Hvernig komst Gaza undir stjórn Hamas? 

Þú ættir að prófa að hlusta á nokkur myndbönd með Pat Condell:

http://www.youtube.com/watch?v=LeGYAfh9A1k&list=UUWOkEnBl5TO4SCLfSlosjgg&index=7&feature=plcp

Ég er ekki að segja að ég sé sammála honum en hann er ágætlega að sér, öfugt við marga.

Helgi (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 17:34

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Að snú öllu á hvolf? Hvað áttu við með því? Er það kannski að þú hafir aðra heimsýn á viðburði undanfarinna áratuga en margir aðrir?

Hvað kann að hafa gerst áður skiptir kannski ekki megin máli. Það sem megin máli skiptir eru þau viðhorf og vilji að leysa ágreining þannig að báðir geti haft sóma af. Eins og stendur hafa Ísraelar gerst offarar og gengið of langt og það finnst Þjóðverjum vera tilefni að skoða þessi skaðabótamál betur og setja jafnvel í endurskoðunarferli.

Það er alveg ljóst að þegar sýnd er harka, þá gerist annað hvort að mótaðilinn lyppast niður rétt eins og Chamberlain sem sagður er hafa verið fremur góðgjarn og viljað sýna Hitler „lit“ í samningum. Sagan hefur sýnt fram á að þetta varmenni, Hitler leit á þetta sem hvatningu og færði sig uppo á skaftið.

Við Íslendingar sýndum Ísraelum lengi skilning og vildum gjarnan sjá hlut þeirra betri. En samskiptin við nágranna sína Palestínumenn hafa verið á ansi gráu svæði og þar mættu báðir aðilar sýna „lit“. En báðir aðilar sitja við sinn keyp rétt eins og Hiltel á sínum tíma og vill ekki gefa neitt eftir. Það kann að verða síðar verið litið á slíka leið sem mjög ámælisverða.

Sem stendur er Ísrael mesta herveldið í Austurlöndum nær. Þeir búa yfir kjarnorkuvopnum sem mjög ólíklegt er að þeir beiti nokkurn tímann. En meðal andstæðinga þeirra eru margir öfgamenn sem kunna að vilja að koma sínum vopnamálum í áþekkt horf. Þetta er kjarninn sem Carl Blind bendir á og það er alveg óþarfi að gera lítið úr sjónarmiðum hans.

Friðsamleg sambúð þjóða verður aldrei byggð á auknum vopnaburði og stórkarlalegum aðgerðum á hendur andstæðingum sínum. Þar þarf að byggja upp gagnkvæmt traust og kappkosta að draga úr hergagnamætti aðila.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 29.5.2012 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband