Mikilsverður áfangi

Tillaga Vigdísar Hauksdóttur er dæmi um blindgötu íslenskra stjórnmála. Hefði hún verið samþykkt hefði öll sú mikla og dýra vinna við samningsferlið verið einskis virði. Þá hefði vilji meirihluta Alþingis verið einangrunarstefna gagnvart nágrannalöndum okkar um næstu ár jafnvel áratugi. Kannski yrðum við þá stórhagsmunaaðilum heims eins og Kína auðveldari bráð. Þeir innlimuðu Tíbet með manni og mús hérna um árið og fóru létt með.

Það eru sérhagsmunagæsðuaðilarnir sem í dag urðu að lúta í lægra haldi fyrir skynsamlegri ákvörðun að fella þessa tillögu. Það eru nefnilega ýmsir aðilar sem hafa byggt upp sérhagsmun i sína og innganga í EBE er eitur í þeirra eyrum.

Stjórnarandstaðn mætti vera málefnalegri. Hún hefur undanfarin ár verið mjög óvægin og á köflum hagað sér jafnvel eins og verstu vandræðagemlingar og götustrákar. Heilu björgunum er velt í götuna fram á veginn til þess eins að gera ríkisstjórninni eins erfitt fyrir og reyna á þolrifin. Hún er á móti nýrri stjórnarskrá, breytingu á Stjórnarráðinu, kvótakerfinu sem alltaf hefur verið umdeilt og komið á 1983 (sjá mjög góða grein Svans Kristjanssonar í Skírni í hausthefti 2011), samningaviðræðum við EBE og ýmsu fleiru. En í stjórnarliðinu er íþróttamaður sem aldrei vill gefast upp þó ein og ein hrina virðist töpuð. Það má sjá við andstæðingnum og koma málum fram þó oft á móti blási.

Ef allt væri með felldu þá kappkostaði stjórnarandstaðan að veita ríkisstjórn málefnalegt aðhald, ekki með innihaldslitlu endurteknu málþófi um einhver smáatriði sem litlu kann að skipta, heldur koma með gagnlegar og góðar ábendingar og tillögur þar sem betur mætti fara og væri landi og þjóð til farsældar.

Kannski við höfum meiri þörf á betri stjórnarandstöðu í dag en við höfum setið uppi með síðustu 3 árin.

Í dag er gleðidagur á vissan hátt þar sem við getum horft með hæfilegri bjartsýni fram á veginn með von um betri tíð með blóm í haga eins og skáldið sagði. Óskandi er að stjórnarandstaðan dragi sinn lærdóm af þessari vanhugsuðu tillögu sem var felld með réttmæt sjónarmið í huga.

Góðar stundir!


mbl.is ESB-viðræðurnar á fulla ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Sæll Mosi.

Í dag var í raun fest í spjaldskrár andlát V-G sem stjórnmálaafls.

Annað sem sannaðist er að Samfylkingin er ekki svo alskostar ólík Sjöllum enda deyr hýsillin eftir kosningar.

Hér er ekki kosið um nýja stjórnarskrá enda  slíkt ekki á dagskrá neinnar ríkisstjórnar fyrr en að lokum kjörtíma líkur því að núgildandi skrá segir til um að "þing þurfi að rjúfa innan 8 vikna frá samþykktum breytingum" ef að ég man rétt.

Engu þingi til hægri eða vinstri hefur nokkru sinni komið til hugsunar að rjúfa þing fyrr en allt annað er reynt og þ.á.m. að brjóta núverand stjórnarskrá og það hafa aðilar bæði hægri og vinstri verið dæmdir fyrir.

Í dag er öðru fremur dagur til að setja stórt spurningamerki fremur en áður þar sem að vissir aðilar innan Samfylkinga sögðu eitt í nefnd og annað í atkvæði sem gefur vissulega áskynjan um tvíksynnung.

Óskar Guðmundsson, 24.5.2012 kl. 23:15

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Veit ekki betur en VG sé við sæmilega heilsu þrátt fyrir tilkynningu þína um andlát.

Það er mjög eðlilegur framgangur að kosið verði um nýja stjórnarskrá samhliða þingkosningum. Fyrir því er gömul venja enda farið eftir fyrirmælum í núgildandi stjórnarskrá.

Það er auðvitað unnt að snúa öllum staðreyndum á hvolf enda þekkt gamalt áróðursbragð. Hins vegar bendir það til að viðkomandi er ekki tilbúinn í rökræður sem honum er sómi að.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 25.5.2012 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband