Eru Íslendingar leiksoppar blekkinga?

Og ekki má gleyma einkavæðingu bankanna í boði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Ekki liðu mörg ár að þeim var breytt í svikamyllur og heil þjóð dregin á asnaeyrunum.

Svo finnst mörgum sjálfsagt að hlusta á fláræðishjal forystumanna þessara flokka í dag.

Samfylkingin og VG komast rétt í helming fylgis Sjálfstæðisflokksins eftir nýjustu skoðanakönnuninni!

Er íslensku þjóðinni bjargandi?

Mér sýnist á öllu að það er helst núverandi ríkisstjórn sem hefur tekist það ómögulega. Tekist hefur að koma okkur út úr verstu hremmingum af völdum bankahrunsins. En Steingrímur J. viðurkennir að þeim hafi orðið víða á mistök.

Hvorki forysta Framsóknarflokksins né Sjálfstæðisflokksins hafa viðurkennt fram að þessu að einkavæðing bankanna hafi verið mjög alvarleg mistök. Framsóknarflokkurinn er gjörspilltur og eiginlega má sama segja um Sjálfstæðisflokkinn. Á þeim bæ er aðeins grátið yfir ákærunni gegn Geir og að ríkisstjórnin hafi breytt Stjórnarráðinu og vilji nýja stjórnarskrá án þess að viðurkenna að hvoru tveggja sé „einkamál“ Sjálfstæðisflokksins. Því miður virðast allt of fáir vera meðvitaðir um siðferði. Siðleysi af versta tagi hefur verið mjög áberandi kringum allt tengt hruninu.

Góðar stundir.

Mosi


mbl.is Ótrúlegt hvað hægt er að plata fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þú ert alltaf við sama heygarðshornið.

Hið opinbera á ekki að koma nálægt atvinnurekstri þar sem hið opinbera stendur sig alltaf verr en einkaaðilar. Líttu til sögunnar ef þú trúir ekki því sem ég segi. Að auki bíður slíkt heim spillingu og fyrirgreiðslupólitík. Það er kannski í lagi þín vegna? Líttu til A-Evrópu og þá munt þú átta þig á því hve slæmur sósíalmismi er. Þínar hugmyndir um stjórnun samfélaga hafa verið prófaðar og þær hafa alltaf mistekist með hörmulegum afleiðingum. Hérlendis er sósíalismi líka slæmur, telur þú það vera tilviljun að fjöldi samlanda okkar hafa flúið land? Það er kannski hrunstjórninni að kenna? Hvað hafa stjórnvöld gert fyrir skuldug heimili?

Einkavæðing bankanna og lélegur rekstur þeirra eru óskyld mál. Viltu þá ekki bara láta ríkisvæða þau bílaverkstæði sem standa sig ekki nógu vel? Veistu af hverju hrunið varð bæði hér og annars staðar? Hefur það enga þýðingu í þínum huga að hrun varð bæði hér og annars staðar? Eru engin tengsl milli hrunsins erlendis og hér? Hefur þú aldrei velt þessu fyrir þér? Skipta orsakir hrunsins þig kannski ekki máli?

Þú talar um að Sjallar og Framarar séu gjörspilltir. Kannski, ekki ætla ég að fara að verja þessa flokka. Hvernig væri að Samfylkingin skilaði öllum styrkjunum frá útrásarvíkingunum. Sjallarnir hafa gert það og hvers vegna gerir Sf það ekki? Fylgistap Vg má auðvitað rekja til svika við stefnu sína. Framkoma ESB við okkur er líka mjög furðuleg svo ekki sé fastar að orði kveðið en Samfylkingin sér ekkert athugavert við það að ESB reyni að banna okkur að veiða makríl innan okkar eigin fiskveiðilögsögu. Þetta sér obbi þjóðarinnar.

Ögmundur var núna að tala um að einkarétturinn eigi ekki heima á 21. öldinni. Hvers vegna ekki? Skilur maðurinn ekki hve mikilvægur hann er? Hann á að heita sagnfræðingur en kann ekkert í sögu. Samyrkjubúin gáfu ekki nema brot af þeirri uppskeru sem einkagarðar gáfu af sér í Sovétríkjunum heitnu. Er Ögmundi og ykkur vinstri mönnum algerlega fyrirmunað að draga ályktanir af þeirri staðreynd?

Kjósendur eru auðvitað misvel að sér en þegar fólk finnur að hagur þess versnar á milli mánaða vilja kjósendur auðvitað fá einhverja aðra til að stjórna. Hérlendis gæti staðan verið mun betri ef stjórnvöld væru ekki svona neikvæð í garð atvinnulífsins og einkaframtaksins.

Vissir þú að við höfum mörg dæmi úr hagsögunni, bæði innlend og erlend, þar sem lækkun á skatthlutfalli hefur skilað hinu opinbera auknum tekjum? 

Hvernig hefur núverandi stjórn komið okkur undan verstu hremmingum hrunsins? Hún hefur nákvæmlega ekkert gert og reyndi af alefli að hengja Icesave myllusteininn um háls okkar. Hvað viltu kalla það? Núverandi stjórn hefur beinlínis komið í veg fyrir að hundruðir ef ekki þúsundir starfa yrðu til. Er það kannski árangur? Eiga allir að vinna hjá hinu opinbera því einkaframtakið er svo slæmt? Er það árangur að skera mikið niður í velferðarkerfinu en sjá til þess að þingmenn (sem hérlendis eru um 5 sinnum fleiri per íbúa en á Norðurlöndunum) séu enn með 77 aðstoðarmenn?

Þú mátt gjarnan rökstyðja þínar fullyrðingar betur.

Helgi (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 13:43

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við hvaða heygarðshorn eigum við að taka okkur stöðu Helgi?

Eg hefi ýmsar athugasemdir við þínar athugasemdir.

1. það er ekki sjálfgefið að einkaaðilar séu betri rekstraraðilar en ríkið. Eg treysti betur stjórnendum HBGranda og Landsvirkjunar en þeim sem fengu bankana á silfurfati.

Þar skilur himinn og haf milli góðra stjórnenda og ævintýramanna sem vildu hámarka sýndargróða með einhverjum bókhaldsblekkingum. Betra er að ríkið reki fyrirtæki en ævintýramenn en best er að vel hæfir stjórnendur sem eru velmeðvitaðir um farsæla stjórn fyrirtækja sjái um rekstur fyrirtækja.

2. Varðandi lækkun á skatti þá er vægast sagt mjög döpur reynsla af því í 18 ára samfelldri sögu SJálfstæðisflokksins. Allt var gert til þess að auðvelda mönnum að reka fyrirtæki, kaupa banka og féfletta almenning. Engin bindiskylda, afléttun á hátekjuskatti og sitthvað fleira jafnframt sem skattálögur á venjulegt fólk var þyngt allverulega. Því miður er þetta reynslan 1991-2009. Fjárm´´ala eftirlitið var fremur upp æá „punt“ en vera virkt aðhaldsapparat gegn markaðsmisnotkun og ólöglegum aðgerðum. Þar var hver maður steinstofandi undir forystu eins af dekurdrengjum íhaldsins.

3. Og þú nefnir VG þar sem þú ýjar að því að hver höndin sé á móti annarri. Þessi flokkur er sennilega sá allra frjálsasti sem fulltrúa á sem stendur á Alþingi og viðurkennir skoðanafrelsi hvers og eins. Þar er ekki „einn vilji“, „einn foringi“ eða „ein skoðun“ ríkjandi. Þar hefur hver og einn sinn rétt að viðra sínar skoðanir, tjá sig um þær og kynna. Auðvitað gengur þetta ekki alltaf upp eins og dæmin sanna.

Þessu var öðru farið í Sjálfstæðísflokknum þar sem ríkti sannkallað flokksræði eins manns til skamms tíma og ýmsir virðast sakna tilfinnanlega. Benda má á vægast sagt mjög einkennilegt dæmi þegar Ólafur F. Magnússon kom með tillögu á landsfundi SJálfstæðisflokksins sem þáverandi formaður gerði grín að. Það varð til að ÓFM yfirgaf flokkinn með því sama.

Auðvitað er stór spurning hvaða kröfur við gerum til lýðræðis. Á einn maður að hugsa fyrir alla eða viljum við að hver og einn leggi e-ð frambærilegt til málanna? Þannig vinnur stjórnmálaflokkur eins og VG.

Sjálfstæðisflokkurinn gumaði sig lengi af því að vera málssvari lýðræðis í íslensku samfélagi. Svo virðist sem það hafi veið eins og hver önnur sýndarveruleiki enda er frelsishugsjónin í brjósti hvers hugsandi manns.

Varðandi þessa 77 aðstoðarmenn undir lok aths. þinna Helgi átta eg mig ekki á. Þú verður að útskýra þetta betur á venjulegu máli.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 15.4.2012 kl. 18:55

3 identicon

Sæll.

1. Jú, það er sjálfgefið að einkaaðilar séu betri rekstraraðilar en ríkið því þeir sem stýra ríkisfyrirtækjum eru ekki að sýsla með eigið fé og bera í reynd litla ábyrgð öfugt við þá sem stýra einkafyrirtækjum sem geta farið á hausinn. Ekki fara opinber fyrirtæki á hausinn, eða hvað? Þetta er vel þekkt og þú ættir að vita þetta.

2. Skattar á almenning voru lækkaðir þrátt fyrir tilraunir Stefán Ólafssonar til að falsana. Hannes Hólmsteinn sýndi fram á þetta. Skattar voru bara ekki lækkaðir nóg. Fjármálaeftirlitið er ríkisstofnun og undirstrikar getuleysi FME það sem kom fram í nr. 1 hér að ofan. Seðlabankinn er ríkisstofnun sem leggja á niður ásamt FME. Markaðurinn veitir fyrirtækjum mun strangara aðhald en eftirlitsstofnanir og sást það best á háu skuldatryggingaálagi á íslensku bankana en á sama tíma sagði FME að allt væri í himnalagi. Mistök yfirvalda fólust í því að opna ekki markaði hér og ýta enn frekar undir samkeppni almenningi til hagsbóta. Þegar fyrirtæki græða mjög mikið er samkeppni ekki næg og fyrir það líða neytendur.

3. Þessi eini foringi í Vg er að fara með flokkinn í gröfina. Ætli Lilja, Atli og Ásmundur hafi ekki farið úr flokknum vegna þess að þau voru svo ofsalega ánægð með lýðræðið þar?

Þingmennirnir okkar eru illu heilli með 77 aðstoðarmenn en ættu auðvitað ekki að vera með einn einasta þar sem þeir eru 5-6 sinnum fleiri per íbúa hér en á Norðurlöndunum. Ég held að þeir mættu vera með aðstoðarmann í hálfu starfi ef þingmenn væru bara 23.

Stjórnmálaflokkar eins og Vg og Sf leggja ekkert gagnlegt til málanna annað en gera landið að sósíalista ríki. Hér er ríkið og þess stofnanir með nefið ofan í hvers manns koppi og hirða alltof stóran hluta launa almennings. Sjallarnir eru sósíalistaflokkur að mínu mati þannig þeir eru litlu betri en núverandi stjórnarflokkar.

Þú ættir að prófa að lesa þér aðeins til í hagfræði, sting upp á bók sem heitir "Hagfræði í hnotskurn" eftir H. Hazelitt sem gefin er út af bókaútgáfunni Uglu.

Hafðu það gott.

Helgi (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 20:16

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Greinilegt er að þú hefur tekið boðskap Hannesar Hólmsteins á nokkurrar gagnýni.

Einstaklingsframtakið? Jú það getur verið ágætt meðan siðum er fylgt. En þegar siðleysingjar fá tækifæri að fara með allt til andskotans þá er ekki von á góðu.

Þessir menn hrifsuðu til sín og eru jafnvel enn að.

Þúsundir Íslendinga sem ólust upp við skort og erfið kjör, hafa verið sparsöm og viljað leggja fé fyrir. Einstaklingshyggjan hefur verið ansi áhugasöm á sparnaði þessa fólks sem sýna vildi ráðdeildarsemi. Því miður höfum við átt beiskar minningar um þessa siðlausu víkinga sem töldu allt sjálfsagt.

Þú ættir að lesa áróðursrit Hannesar með meiri gagnrýni en þú hefur gert fram að þessu. Þau eru mörg hver vís leið til glötunar sem þó ríkisstjórnin hefur verið að forða okkur frá.

Höfum hugfast: Hættan er frá hægri ekki síður en vinstri!

Guðjón Sigþór Jensson, 16.4.2012 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242899

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband