Merkilegt moldviðri formanns Framsóknarflokksins

Auðvitað á að ljúka viðræðum með ásættanlegum árangri. Við erum Evrópuþjóð og eigum að tengjast nágrönnum okkar sem traustustum og öruggustum böndum. Með því stuðlum við að betra samfélagi með góðum og traustum grundvelli.

„Moldviðrismenn“ á borð við Sigmund Davíð ættu að sitja á strák sínum og láta vera að æpa eins og verstu götustrákar að hverri fjöður sem þeir sjá koma fljúgandi út úr moldviðrinu sem þeir þeyttu.

Á Háaleitisbraut og Hverfisgötu sem og Hádegismóum og Bessastöðum er unnið daglega að nýrri atlögu gegn ríkisstjórninni. Furðulegur samsetningur er framreiddur eins og á færibandi og ætlast til að þjóðin trúi vitleysunni.

Þannig var ýjað að því að ríkisstjórnin væri að svíkja þjóðina með Icesavesamingunum. Það virðist vera ótrúlega útbreiddur misskilningur að þjóðin eigi að borga fyrir skussana sem áttu þátt í bankahruninu. Það er eins og þessir áróðursmeistarar átti sig ekki á rekstrargrundelli bankastarfsemi. Bankarnir tútnuðu út vegna lána á óvenjulega lágum vaxtakjörum sem þeir endurlánuðu viðskiptavinum sínum á hærri vöxtum. Í aðdraganda hrunsins sem orsakaðist af lokun lánamarkaða þá duttu Landsbankamenn niður á þessa Icesavelausn. Þeir hugðust leysa þessi mál tímabundið með auknum innlánum á ofurvöxtum í þeirri von sjálfsagt að lánamarkaðir opnuðust aftur. Sú von brást og lausafjárstaða bankanna vafrð verri með hverjum deginum sem leið. 

Í vörslum Englandsbanka hlaðast á reikning tengdum Icesave á hverjum degi afborganir og vextir af lánum sem Landsbankinn veitti lántakendum sínum. Þegar seinna Icesave samkomulagið var í höfn, hafði safnast á reikning þennan næg fjárhæð og Icesave skuldin nam.

Þess má geta að þessi reikningur í Englandsbanka ber enga vexti en ætla má að Bretar geri ítrustu kröfur í máli sínu.

Í umræðunni um þetta Icesave mál mátti aldrei minnast á þessar innistæður. Það hentaði ekki þeirri aðferð og málið var sett upp fyrir einfaldar sálir þannig að þjóðin þyrfti að borga allan reikninginn! Og forsetinn á Bessastöðum varð einn meginmálsvari þessa furðulega lýðskrums sem hefur reynst okkur dýrt, allt gert í þeim eina tilgangi að grafa sem fljótast undan ríkisstjórninni.

Sigmundur D. Gunnlaugsson hefur verið ákaflega iðinn við að þeyta upp moldviðri að hann sjálfur sér varla handa skil lengur. Hann tengist braskaralýðnum sem átti þátt í einkavæðingabraskinu og hefur ætið hagað sér eins og Mörður Valgarðsson sem allir sem lesið hafa Njálu þekkja af illu einu.

Hann telur sig sjálfan vera er „saklausan“ og „ósnertanlegan“ sveitapilt og að hann telji sig hafinn yfir gagnrýni.

En málflutningur hans miðast við þann heimskasta og miður er að hann virðist komast upp með vitleysuna.

Mætti moldviðrinu af mannavöldum linna!

Góðar stundir!


mbl.is Eðlilegt að gera hlé á viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Formaður Framsóknarflokksins talar fyrir hagsmunum Íslands sem fullvalda þjóðar í þessu efni og nú mun það koma í ljós hvort núverandi ríkisstjórn landsins inniheldur menn eða mýs.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.4.2012 kl. 00:59

2 Smámynd: Sandy

Mér finnst Sigmundur Davíð vera of hógvær þegar hann talar um að gera hlé á viðræðum, ef ég væri spurð þá segi ég að við ættum að hætta öllum viðræðum við ESB nú þegar.

Sandy, 12.4.2012 kl. 02:16

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ætli það séu ekki hagsmunir annarra en venjulegs fólks sem þessi fulltrúi braskara á Alþingi talar fyrir?

Hann hefur lagt sitt af mörkum að grafa bæði seint og snemma undan ríkisstjórninni sem þó er á réttri braut. Steingrímur hefur játað að þeim hafi orðið á mörg mistök, - ALDREI viðurkenndi Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn að þeir hefðu gert nein mistök, hvorki við einkavæðingu bankanna né annars klúðurs sem endaði með skelfingu.

Við eigum betri og bjartari vonir nú en undir lok ráðsmennsku Sjálfstæðisflokksins í Stjórnarráðinu!

Guðjón Sigþór Jensson, 12.4.2012 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband