Dularfull og umdeild uppsögn

Stjórn Fjármálaeftirlitisins tekur dularfulla ákvörðun að kvöldi föstudag s.l. Fyrr um daginn var Baldur Guðlaugsson fyrrum ráðuneytisstjóri dæmdur til þungrar refsingar fyrir innherjamisferli.

Nokkuð einkennilegt er að þessi ákvörðun stjórnarinnar er tekin sama dag og þetta dómsmál var endanlega til lykta leitt.

Sem forstjóri Fjármálaeftirlitisins var Gunnar Andersen í fremstu röð þeirra sem rannsökuðu meint brot Baldurs sem leiddu til ákæru og sakfellingar. Gunnar er sagður hörkuduglegur en varkár sem er mikilvægt. Það sama verður ekki sagt um stjórn Fjármálaeftirlitisins. Yfirlýsingar þess eru lítt betri en yfirlýsingar Ólafs Ragnars, eins og véfréttir sé að ræða sem eru vægast sagt til mikils vansa.

Í DV í dag er sagt frá því að Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður hafi fengið 248 milljónir afskrifaðar. Þetta er sami Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður sem var annar þeirra manna sem settu saman nýjustu skýrsluna sem telur að Gunnar sé ekki hafinn yfir vafa og vísað í skýrslu Gunnars frá 2001. Sem sagt það sem teljast vera einhverjar upplýsingar sem eru komnar á fermingaraldurinn!

Enginn hefur haft minnsta vafa á að Gunnar hafi rækt starf sitt með mestu prýði. Enginn hefur dregið störf hans í efa, hann virðist hafa verið farsæll stjórnandi Fjármálaeftirlitisins og hafi verið fram að þessu bæði áhugasamur og hörkuduglegur. Alla vega verður forveri hans ekki hafður til samanburðar enda virðist meginverkefni Fjármálaeftirlitisins fram yfir hrun verið einkum að hafa verið steinsofandi í vinnunni.

Niðurfelling 248 milljóna skuldar Ástráðs vekur tortryggni og hvernig hæstaréttarmaðurinn tengist ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitisins um brottrekstur Gunnars er mjög athyglisverð. Hvaða skuld er hér um að ræða, hvort hún tengist einhverju braski, jafnvel innherjum fyrirtækja sem tengjast hruninu, þarfnast athugunar.

Við megum ekki missa Gunnar Andersen úr Fjármálaeftirlitinu. Það er mikil þörf á samviskusömum starfsmanni, fagmanni á sviði fjármálatilfærslna á borð við hann að greiða úr þeim flækjum sem tengjast hruninu.

Góðar stundir með Gunnar áfram sem yfirmann Fjármálaeftirlitisins!


mbl.is Stjórn FME fundar í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helgi (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband