Betri neytendavernd innan EBE?

„Reglugerðarfargan“ Efnahagsbandalagsins tekur á málum sem þessum. Efnahagsbandalagið tekur á þessum málum. Þar er skýrt tekið á hvað er heimilt og hvað ekki. Auðvitað á að gera ströngustu skilyrði til matvælaframleiðslu og spurning er hvort framleiðsla Ölgerðarinnar sé að einhverju leyti aðfinnanleg jafnvel gölluð þegar þeir klikka svona svakalega á að flytja iðnaðarsalt og selja áfram til framleiðslu matvæla. Hefur Ölgerðin sjálf notað iðnaðarsalt  eða önnur lakari og ódýrari hráefni til framleiðslu sinnar þegar ber að nota það besta?

Auðvitað er iðnaðarsalt þetta ekki bráðdrepandi en það er ekki eins hreint og salt sem framleitt er til matvælaframleiðslu.

Á dögunum kom annað dæmigert neytendaál þar sem tilbúinn áburður kemur við sögu. Í fyrstu var brugðist þannig við að ekki átti að birta opinberlega niðurstöðu rannsókna eins og tíðkaðist fyrrum þegar neytendum kom svona lagað ekki við. En nú krefst samtíðin að nú sé allt lagt á borðið og málin upplýst.

Ljóst er að bestu fosfatnámur heims eru nánast uppurnar og þá er næst snúið sér að tæma það sem er næstbest. En hreinleikinn er það sem máli skiptir og það ættu ölgerðarmenn að átta sig best á.

Við minnumst maðkaða mjölsins í sögu Einokunarverslunarinnar og skemmdu kartaflanna sem Grænmetisverslun ríkisins (einokunarverslun) flutti inn löngu seinna sem seldar voru hérlendis til manneldis en erlendis sem svínafóður. Þetta þótti á sínum tíma nógu gott handa neytendum á Íslandi! Auðvitað var heilmikill gróði af maðkaða mjölinu og kartöflusvínafóðrinu sem viðkomandi einokunarverslanir héldu enda neytendavernd ekki komin til sögunnar.

Ef einhver dugur væri í íslenskum neytendum myndu þeir sniðganga þá aðila sem flytja inn eða framleiða og selja gallaða vöru. En við eigum langt í land. Kannski við lærum þessa lexíu betur þegar við erum loksins komin í Efnahagsbandalagið.

Hygginn kaupmaður veit að hann selur gallaða vöru aðeins einu sinni. Og hann má reikna með að ef vara reynist gölluð, getur það haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér.

Góðar stundir.


mbl.is Segir iðnaðarsaltið ekki hættulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er nú margt stórgallað í Evrópusambandinu og ekki mörg misseri síðan upp komst um alvarlegt svindl í kringum heilsuspillandi matvæli í stórum stíl. Svo hefur enginn Íslendingur siðferðislega heimild til að mæla með því, beint eða óbeint, að lýðveldið verði innlimað í evrópskt stórveldi, þar sem 10 aflóga nýlenduveldi ráða lögum og lofum.

Jón Valur Jensson, 15.1.2012 kl. 18:10

2 identicon

Sæll Guðjón.

Ég held að fólk, sérstaklega íslenskir ESB sinnar ofmeti stórlega þessa svokölluðu neytenda vernd ESB. Hún hefur nefnilega marg sýnt sig í að vera alls ekki óbrigðul og fullt er af alls konar árlegum matareitrunar sköndulum innan ESB og að jafnvel eitur sé notað við matvælaframleiðslu árum saman.

Ég ætla að leyfa mér að nefna hér nokkur dæmi.

1. Fyrir ekki mjög mörgum árum síðan komst það upp fyrir hreina tilviljun að megnið af Ítölskum rauðvíns framleiðendum hafði í áraraðir notað lífshættulegt eitur við víngerðina til að flýta fyrir verkuninni. Þeir höfðu nefnilega notað rauðan frostlög sem íblöndunarefni í rauðvínin sín til þess að flýta fyrir verkuninni og auka þar með hagnaðinn. Rannsóknir sýndu að þetta hafði verið þegjandi leyndarmál í áraraðir meðal Ítalskra vínframleiðenda. Þetta var mjög eitrað og hafði haft heilsuspillandi áhrif og jafnvel flýtt fyrir ótímabærum dauða þúsunda fólks. En kannski var það ástæðan að Ítalska Mafían, hefur gríðarleg ítök í Ítalska víniðnaðinum að þetta var gert og þagað yfir þessu svona lengi. Undarleg neytendavernd það að leyfa glæpasamtökum eins og Ítölsku mafíunni að framleiða og eitra fyrir fólki matvælin ? En Ítalska Mafían er nú orðið stærsta viðskiptaveldi Ítalíu. Það er líka nokkuð undarleg neytendavernd að neytendur á Ítalíu og víðar skuli bæði vitandi og óafvitandi vera nánast neyddir til að eiga viðskipti við þessi einhver stærstu og hættulegustu glæpasamtök veraldar.

2. Í fyrra kom upp graf alvarleg E-coli sýking og matareitrun víða um Evrópu og þúsundir manna urðu fárveikir og nokkrir tugir dóu. Fyrst var þetta rakið til spænskra og eða hollenskra gúrkna, en síðan var það borið til baka og raunverulega fannst aldrei neitt frá hverju þetta stafaði. Það er ekki gott matvælaeftirlit sem lætur slíkt gerast og finnur svo heldur ekki út úr því hvaðan svona vággestur kemur.

3. Camfýlóbkterían er landlæg á öllu ESB svæðinu í kjúklingum og öðru alifuglakjöti og einnig eggjum. Árlega veikjast í ESB löndunum þúsundir fólks af þesari bakteríu og nokkrir deyja. Camfýlóbakteríunni hefur hinns vegar fyrið allnokkrum árum verið útrýmt eða gjörsamlega haldið niðri á Íslandi. Það gerðist með gríðarlegu átaki framleiðenda og þeirra sem með heilbrigðis- og matvælaeftirlit fara.

4. PIP brjóstapúðarnir banvænu, voru framleiddir í Frakklandi af viðurkenndu frönsku fyrirtæki. PIP púðarnir þeirra voru af lýtalæknum og fegrunarfyrirtækjum græddir í hundruðir þúsunda kvenna um alla Evrópu og í rúmlega 400 konur hér á landi. Hvar var hið síkvika eftirlit ESB þá?

Jú púðarnir voru allir merktir CE merkinu sem átti að sýna og tryggja ákveðinn gæðastaðal ESB.

Einnig voru púðarnir sjálfir og fyrirtækið sem slíkt gæðavottaðir af viðurkenndu þýsku gæðavottunar fyrirtæki sem sjálft hafði alla stympla og staðla frá ESB og gæðavottun frá þeirra helstu heilbrigðisstofnunum. Hvað brást?

Getur verið að ESB eftirlitið gefi falskt öryggi?

Afhverju kom svo síðar í ljós að púðarnir höfðu ekki verið leyfðir í innflutningi til Bandaríkjanna af þarlendum úttektar aðilum ?

Þetta eru nú aðeins örfá dæmi.

En síðan hef ég líka sem fyrrverandi fiskverkandi stóran grun um það að öll þau þúsundir tonna af saltfiski sem Íslendingar, Danir og Norðmenn framleiða og flytja svo út að lang mestu leyti til ESB ríkjanna, Spánar, Portúgals, Ítalíu og Grikklands, séu og hafi alltaf verið saltaðir og verkaðir upp úr þessu svo kallaða iðnaðarsalti? Stór skandall það, hvar var eftirlitið þá, hefur það kannski sofið á verðinum á áratugi ? Þetta er brimsölt rándýr hágæða vara í þessum löndum.

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 18:26

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað er EBE ekki fullkomið en þar er kappkostað að halda uppi regluverki til að trygja mannréttindi, öryggi og farsæld íbúa sambandsins. Reynt er að koma í veg fyrir að spilling nái að skjóta rótum. Þannig verður sá sem vill koma á fót mengandi starfsemi í löndum EBE að snúa sér að tilheyrandi kontór í Brussel sem heldur utan um þessi mál. Þar er farið eftir tékklista þar sem umsækjandi verði að sýna fram á að hann hafi tryggt orku, aflað sér mengunarkvóta, og sitthvað fleira. Hér á landi er annar háttur hafður á: Hér eru það vissir stjórnmálamenn og flokkar sem hafa beitt sér fyrir stóriðju enda engar kröfur gerðar til að viðkomandi iðnrekandi afli sér mengunarkvóta. Þeir eru ókeypis á Íslandi! Skyldi þetta ekki opna allar gáttir fyrir spillingu: ívilnanir og þóknanir til viðkomandi stjórnmálaafls sem hvergi kemur fram.

Þetta er auðvitað ekki í lagi.

Gunnlaugur minnist á nokkur atriði, sum eru byggð á misskilningi en önnur kannski af misminni.

1. Það voru austurrísk vín sem voru upphaflega blönduð frostlögi en ekki ítölsk. Vel kann að vera að ítalskir vínframleiðendur hafi reynt að komast upp með sömu bolabrögð en þarna komu EBE reglurnar til að uppræta þessa ólöglega starfsemi.

2. og 3. Það er ekki vegna þessara EBE reglna sem pestir koma upp. Þeim er ætlað að koma einmitt í veg fyrir að neytendum kunni að stafa hætta af vafasamri framleiðslu.

4. Þekkt er að táknið CE gæðastaðallinn sé misnotaður. CE stendur fyrir certificate Europe ef eg man rétt. Kínverjar markaðssetja mikið af sinni vöru með mjög áþekku stílfærðu merki og hafa fullyrt að þeim sé fullkomlega heimilt að auðkenna vöru sína með CE. Þeir lesa úr þessari skammstöfun China Export!

Það á eftir að koma í ljós við rannsókn hvernig eftirliti var háttað með þessum frönsku efnum til að nota í brjóstafyllingu kvenna.

Auðvitað verða þessar reglur að endurskoða, bæta og fylla upp í allar mögulegar smugur til að fara á svig við þær.

En kostirnir eru óteljandi. 

Guðjón Sigþór Jensson, 15.1.2012 kl. 19:28

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Guðjón.

93R.

Neytendaréttur Evrópu og "elsku kúturinn þinn" hann Steingrímur, Icesave osfrv.

Óskar Guðmundsson, 15.1.2012 kl. 19:36

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

China Export – en frábært, Guðjón! – þú sérð nú, hve auðvelt er að fara fram hjá, í kringum og gera narr að evrópskum neytendum og reglugerðum sem eiga að "tryggja" eitthvað, en tryggja ekki, að þetta sé ekki gert!

Og falskt öryggi getur verið verra en ekkert! Trúðu ekki á Evrópusambandið og allar þess skammstafanir sem heilaga kú!

Sterk eru dæmin frá honum Gunnlaugi Ingvarssyni.

Og var svo ekki eitthvert heiftarlegt hneyksli á Ítalíu með ostagerð?

Lifðu heill á nýju ári og í sífellt meiri þekkingu um Esb.!

Jón Valur Jensson, 16.1.2012 kl. 00:15

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

„Hygginn kaupmaður veit að hann selur gallaða vöru aðeins einu sinni“ segir þú. Ég myndi segja: Hygginn kaupmaður selur ekki gallaða vöru -- nema kannski hafi hann rækilega kynnt gallann fyrir tilvonandi kaupanda og kaupandinn ákveðið að kaupa hana þrátt fyrir gallann. -- Nenni ekki að taka þátt í ESB pexi -- hef afar takmarkað álit á því fyrirbæri og því sem það kynni að standa fyrir.

Sigurður Hreiðar, 16.1.2012 kl. 10:16

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Óskar: Þú talar í gátum.

Jón: Auðvitað er margt sem betur má fara hjá EBE en að öllum líkindum er hyggilegra að taka þátt í samvinnu Evrópu ríkja en að standa utan við. Við getum t.d. ekki varið okkur ef reynt yrði að læða sér inn í landið. Tökum dæmi: Hefðu Kínverjar fengið að kaupa Grímsstaði er ekki ólíklegt að ekki liði á löngu að þeir vildu tryggja sér aðgang að sjó eftir að hafa tryggt sér bakland. Þeir hefðu líklega viljað fá litlar hafnir eins og Vopnafjörð eða Þórshöfn. Kannski jafnvel Húsavík. Ætli mörgum búandkörlunum þætti ekki þröngt fyrir dyrum sínum ef hér yrði allt fullt af Kínverjum? Þeir gætu gleypt okkur á stuttum tíma og þeir eru að eg tel mun alvarlegri ógn en EBE.

Sigurður: Þakka þér góða ábendingu. En ætli hygginn kaupmaður geri sér ekki fullkomna grein fyrir því að ef hann selur gallaða vöru án þess að hafa bent sérstaklega á gallann, ætti ekki von á áframhaldandi viðskiptum?

Skil þig vel afstöðu þína um EBE. Það er dæmi um mál sem má deila endalaust um. En eg vil fremur náin tengsli við Evrópu fremur en Kína.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 16.1.2012 kl. 14:07

8 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Rétt, Guðjón, nema -- að ef nefndur kaupmaður selur gallaða vöru án þess að hafa bent sérstaklega á gallann er hann ekki hygginn.

Ennfremur: Ég vissi ekki að valið stæði milli ESB og Kína.

Sigurður Hreiðar, 16.1.2012 kl. 16:12

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðjón reynir að spila út einhverju varnar-argúmenti hér, en við einfaldlega höfnum þessum Kínverja. Að "raka þátt í samvinnu Evrópuríkja" er tvöföld skreytni og lygi í reynd. Þetta er ekki "samvinna þeirra", heldur sambræðsla líka, og það er miklu alvarlegra mál, og reyndar gengur samvinnan jafnvel heldur illa! Þar að auki á hann að minnast þess, að hér er aðeins um 42,5% Evrópu að ræða! (43% eftir að Króatía bætist við).

Evrópusambandið stefnir að einu sambandsríki, ef Guðjón skyldi ekki vita það. Guðjón: sambandsríki, sbr. Vestur-Þýzkaland – ellegar vinaríki þitt Bandaríkin!

Jón Valur Jensson, 16.1.2012 kl. 20:52

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jón nokkur atriði til upprifjunar:

Kína lagði undir sig smáríkið Tíbet fyrir um hálfri öld og var nánast fljótt að gleypa það. Kínverjar hafa byggt upp n.k. nýlenduveldi einkum í austanverðri Afríku og þar hefur „uppbyggingin“ verið á forsendum Kínverja sjálfra en komið innlendum aðilum að sáralitlu gagni.

Augljós er „taktík“ Kínverja: Tryggja sér baklandið í fyrsta áfanga og síðar aðgang að sjó. Grímsstaði hefði t.d. verið unnt að nota sem kjörnar bækistöðvar fyrir heræfingar í erfiðu og torsóttu veðravíti á vetrum.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2012 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242934

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband