Uppfyllum Maastricht skilyrðin fyrst!

Margir kostir eru við það að Ísland tengist öðrum ríkjum Evrópu sem best. En ókostirnir eru auðvitað einhverjir og fram að þessu hefur verið talið að landbúnaðar- og sjávarútvegsmál sé þar stærsti þrándurinn í götu. Hagsmunaaðilar á þeim sviðum berjast hart gegn inngöngu og er það að ýmsu leyti skjiljanlegt. Spurning hvort það sé skynsamlegt rétt eins og hvort Ísland eigi að ganga í EBE.

Hvað sem öllu líður er frumskilyrði að við eigum að stefna á að fullnægja Maastricht skilyrðunum sem eru mjög einföld en mörgum þjóðum eins og Grikkjum allt að því óyfirstíganlegt: Hallalaus rekstur ríkissjóðs, viðráðandi skuldabyrði og lágmörkun dýrtíðar (verðbólgu).

Því miður eigum við enn töluvert í land og Grikkir og jafnvel Spánverjar, Portúgalir jafnvel enn lengra.

Aukin og sterkari tengsl við Evrópuþjóðir næst okkur eru okkur til mikillra hagsbóta. EFTA var okkur mjög hagstætt en mikil andstaða var á móti því á sínum tíma fyrir rúmum 40 árum. Nú eru breyttir tímar og von að skynsamlegar lausnir verði á þessum málum.

Versti kosturinn er að vera í lausu lofti. Þá getur verið að Ísland verði auðveldur skotspónn fjandsamlegri afla en EBE er okkur nú.

Góðar stundir!


mbl.is Innganga í ESB undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Góð hugmynd. Við skulum leitast við að uppfylla skilyrði Maastricht-sáttmálans, en síðan skulum við ekki ganga í ESB.

Við getum sjálf komizt upp úr kreppunni, en ekki með núverandi ríkisstjórn við völd. Það þarf nýtt fólk í brúna, nýjan ábyrgðarfullan þingflokk, sem höfðar til óbreyttra borgar og sem hvorki vinnur fyrir ESB né fjármálafyrirtækin.

Vendetta, 2.11.2011 kl. 13:42

2 Smámynd: Vendetta

"... sem höfðar til óbreyttra borgara ..."

Vendetta, 2.11.2011 kl. 13:43

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað höfum við komist fyrr frá hremmingunum einmitt með þessa ríkisstjórn! Hún þurfti ekki að far eftir fyrirmælum neinna hagsmunaaðila sem hafa haft pólitíkusa í vasanum og greitt þeim offjár í kosningasjóði og aðrar sposrslur.

Hvernig heldurðu að Guðlaugur Þór hefði verið sem ráðamaður eftir hrunið, maður sem þáði tugi milljóna í kosningasjóði sína?

Auðvitað eigum við að ganga alla leið ef það telst okkur hagstætt. Sem neytenda myndi eg fagna inngöngu í ESE.

Guðjón Sigþór Jensson, 2.11.2011 kl. 18:01

4 Smámynd: Vendetta

Það telst okkur ekki hagstætt að ganga í ESB. Allt mælir á móti því.

Vendetta, 2.11.2011 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband