Fulltrúar fortíðarinnar

Um hvað ætla þessir sjálfskipuðu riddarar fortíðarinnar að ræða við þá Alkóamenn? Oft hafa þeir fyrr hlaupið á sig en viðræðugrundvöllur nú er ekki fyrir hendi um fleiri álver á Íslandi.

Aðstæður í heiminum eru gjörbreyttar: orkuverð hefur hækkað mikið, unnt er að endurvinna mun meira ál en verið hefur og eru Bandaríkjamenn að átta sig á því. Mengunarkröfur eru einnig meiri en áður. Um hvað ætla þessir Bakkabræður að semja? Lækkað rafmagnverð og hækka á almenningsveitur?

Þessir þingmernn eru sjálfskipaðir riddarar fortíðar. Við erum á leiðinni út úr kreppunni sem m.a. var vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar og kolrangrar einkavæðingar bankanna. Við erum að sigla út á lygnari sjó en alltaf eru menn til í einhver furðuleg ævintýri.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Vilja fund um Alcoa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Enn sem komið er þarf meiri orku til að endurvinna ál en við að framleiða "nýtt".

Safna saman, flokka, bræða, skilja og sjá til að íblöndunarefni og litur valdi ekki mengun osfrv.

Ekki tala um framtíðarlausnir í hugmyndum í sama vetfangi og nútímastaðreyndir 

Þar til að mannskepnan byrjar að boðra minna af kjöti og meira af mjölormum mun eftir sem áður einn stærsti mengunarvaldur heimsins vera olíubrennsla og ósóneyðing kjötfamleiðslu á heimsvísu.

Óskar Guðmundsson, 18.10.2011 kl. 19:00

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvernig rökstyður þú þetta Óskar?

Unnt er með hagræðingu að hafa söfnunarkostnað og allt transport í lágmarki. Talið er að aðeins 5% orku þurfi að bræða ál í endurvinnslu miðað við að vinna það úr hrááli. Þetta er með öðrum orðum: unnt er að nota sama magn raforku að endurvinna 20 tonn á móti hverju einu í hráálsferlinu. Þar er auðvitað mikil raforka við að vinna upphaflega hráefnið í áloxíð og að bræða það er einnig mjög mikil orkunotkun.

Talið er að endurunnið ál hafi sömu gæði og það ál sem unnið er úr hrááli.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.10.2011 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband