Gagn af íslenska veðrinu?

Sagt er að veðrið á Íslandi sé góður en harður skóli. Sjómenn hafa um aldir átt erfiðleika við að komast leiðar sinnar og það er ekki fyrr en með fluginu sem veður fer að skipta minna máli, eða hvað? Ýms frávik í veðrinu, misvindi og hliðarvindur eru fyrirbæri sem tæknin verður að aðlaga sig að.

Íslenskir flugmenn hafa öðlast gríðarlega reynslu af þessu og hafa reynst afburðaflugmenn. Einu sinni var eg í þýskri flugvél frá Þýskalandi fyrir um 2 áratugum og lenti á La Palma sem er vestasti flugvöllur á Kanaríeyjum. Þetta var afar hörð lending og við vorum mjög undrandi hverning unnt var í besta veðri næstum að brotlenda flugvél. Síðar frétti eg að þessi flugvöllur er alræmdur fyrir hliðarvind sem flugmenn eru oft allt að því varnarlausir og reynslulausir. Skildi eg þá af hvers völdum huglitlir farþegar klappa gjarnan í velheppnaðri lendingu. Aldrei hef eg talið mig vera öruggari en undir öruggri stjórn flugmanna Flugleiða.

Gott er að Boeing flugvélaverksmiðjurnar geri sér ljóst hversu mikilvægt það er að aðlaga framleiðslu sína að þessum eiginleikum. Oft er reynsluleysi flugmanna og eiginleikar flugvélategunda gagnvart þessu fyrirbrigði að kenna að jafnvel flugi er beint annað. Slíkt gerðist einu sinni þá eg hugðist fljúga til þessa La Palma flugvallar en þá lenti flugvélin á næsta flugvelli s.s. á Teneriffe.

Reynslan af íslenska veðrinu er orðið að „útflutningsvöru“. Kannski við getum komið upp æfingabúðum fyrir flugmenn og ökumenn að bregðast rétt við erfiðum aðstæðum. Má t.d. geta þess að margir ökumenn fara gjörsamlega á taugum „panikkera“ þegar nokkur snjókorn falla. Við getum miðlað öðrum þjóðum af reynslu okkar, ekki aðeins hvernig bregðast eigi við hliðarvindi´við stjórnun flugvéla, heldur einnig hvernig bregðast má við erfiðum aðstæðum við akstur bifreiða.

Staddur á Skotlandi.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Prófa nýja Boeing-þotu hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband