Glöggt er gests augað

Alltaf er gott að vita að erlendum ferðamönnum líki vel á Íslandi. Landið okkar nýtur aukinna vinsælda og ferðaþjónustu ber að efla.Sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna á Íslandi er eg þráspurður um hvers vegna í ósköpum við höfum hvergi hreindýr til sýnis á Íslandi. Mér skilst að lög um dýravernd banni alfarið að halda villtum dýrum innilokuðum!


Með öðrum orðum er auðveldara að fá leyfi að byggja og reka álbræðslu á Íslandi en efla ferðaþjónustu á Íslandi!


Þetta er raunveruleikinn sem við sitjum uppi með eftir dekurstjórn hægri manna á stóriðju.
Hvernig væri að snúa þessu við?

Leyfa ætti ferðaþjónustuaðilum með sanngjörnum skilyrðum að sýna ferðafólki hreindýr og önnur villt dýr en banna byggingu og rekstur álvera nema þeirra sem fyrir eru í landinu.


Í gær var eg í Möðrudal með ferðafólkinu mínu. Þar er ungur refur sem hundur hefur tekið að sér foreldrahlutverkið! Alveg yndislegt í alla staði og ótrúlegt að einhver sjái athugavert við það.

Betri eru góðir embættismenn en góð lög. Því mætti breyta samfélaginu til betri vegar með góðum hug fremur að njörva allt niður í einhverja bannsetta vitleysu eins og þetta bann gagnvart villtum dýrum.

Svo er auðvitað eðlileg spurning: hvenær breytist villt dýr í tamið?
Þegar stórt er spurt verður væntanlega erfitt um svör.

Staddur í Suðursveit
Guðjón Jensson (Mosi)


mbl.is Ísland er að öllu leyti einstakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband