Greenspan er ekki hafinn yfir vafa

Lengi vel var Greenspan þessi talinn til merkari fjármálavitringa heims. Hann byggði yfirsýn sína á yfirgengilegri bjartsýni bandarísks efnahagslífs. Nú hriktir í undirstöðum þess m.a. vegna gríðarlegra skulda bandaríska alríkisins. Fjármálalífið byggist á að „þetta reddast“ og nægir að vísa í ofurbjartsýni fjármálastjórnar þeirra félaga Davíðs Oddssonar, Geirs Haarde, Finns Ingólfssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Sú efnahagsspeki byggðist á gegndarlausri trú á einkavæðingu, byggingu álvbræðslna og orkuvera.

Sama má segja um bandaríska efnahagslífið. Það byggist á gríðarlegri sóun efnahagslegra gæða, orku og hráefna. Þar eru Bandaríki Norður Ameríku algjörlega á byrjunarreit hvað viðkemur skipulagðri nýtingu hráefna og orku sem og endurnýtingu dýrmætra hráefna.

Þar standa Þjóðverjar, Frakkar, Hollendingar, Bretar og jafnvel Ítalir Bandaríkjunum framar. Þessi lönd eru langt´því frá jafn skuldsett og Bandaríkin þó ríkisskuldir séu auðvitað miklar. En í þessum löndum er endurvinnsla komin í traustar skorður sem mun þegar á reynir vera þessum ríkjum mikilvæg við að styrkja evruna.

Gagnrýni Greenspan byggist á fyrri bjartsýni hans en honum yfirsést þær traustu stoðir sem standa þó að baki evrunni. Auðvitað eru Suðurlandabúar Grikkir, Portúgalar og jafnvel Spánverjar illa staddir í samanburði við önnur EBE ríki.

Greenspan hefur oft orðið á í messunni og líklega hefur hann ekki rétt fyrir sér að þessu sinni.

Mosi


mbl.is „Evran er að hrynja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki verið að tala um evruna ?

Voðalega ertu langt frá umræðuni.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 20:09

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Aðferðafræðin gengur út á að draga athyglina frá raunverulegum ástæðum vandræðanna.

Á það er verið að benda á í fullyrðingu Greenspan. Kannski að evran sé mun sterkari en bandaríski dalurinn þegar allt er skoðað vel og vandlega niður í kjölinn?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.8.2011 kl. 20:16

3 Smámynd: Jón Þór Helgason

Ef Evran fellur falla stæðstu bankar Ameríku.

Allir stæðstu bankar USA hafa vaxið frá 2008 þar sem þeir ætla með stærðarhagkvæmi að ná til baka tapi af glórulausum fjárfestingum síðustu ára.

Ef efran fellur mun gengi hlutabréfa falla sem afleiðuspírall mun fara á stað sem enginn getur séð fyrir endan á.

Greenspan er sennilega ekki að ljúga, en hann segir líklega bara hálfan sannleikan.

Rubiani sem er frægur sem Dr. Doom spári heimskreppu árið 2013 ef ekkert að gert. Spáinn er náttúrulega sett þannig upp að hún hafi ekki áhrif.

Jón Þór Helgason, 23.8.2011 kl. 20:44

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Greenspan er ekki að segja neitt sem ekki er í umræðunni í Evrópu, að Evran sé á brauðfótum. Er það þá rangt vegna þess að Grennspan segir það?

Fyrir nokkrum árum kynntist ég afar merkilegum manni. Hann sagði mér að að móðir sín hafi átt sér þann draum að sigla með Titanic. Vandamálið var að skipið var löngu sokkið. Gamla konan trúði því hins vegar aldrei. Hún dó víst sannfærð um það að ættingjarnir héldu henni fá því að fá að sigla á Titanic. 

Hér á Íslandi er kominn upp hópum með svipaða skekkju. Vill sækja um að ganga í ESB, og taka upp Evruna þrátt fyrir að hvort tveggja sé löngu sokkið. 

Sennilega lagst þetta ekki fyrr en að við sendum Samfylkinguna og hörðustu stuðningsmenn hennar á hafsbotn, til dvalar. Annars mun þetta lið ráfa um á göngum sjúkrahúsanna og dvalarheimilanna tuðandi um Evruna sem löngu er sokkin. 

Sigurður Þorsteinsson, 23.8.2011 kl. 22:57

5 Smámynd: Sigurjón

Sælir.

Gaman þætti mér að sjá svart á hvítu hvaða hráefni þú ert að tala um varðandi endurvinnslu Guðjón og svo greiningu á kostnaði ríkjanna við alla þessa gegndarlausu endurvinnslu.  Ég hef nefnilega heyrt því fleygt að það eina sem raunverulega borgar sig að endurvinna sé ál.  Allt annað er auka kostnaður fyrir samfélagið.

Kveðjur

Sigurjón, 24.8.2011 kl. 01:18

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sigurður: Það sem þú ert að segja minnir mjög á viðhorf þeirra stjórnmálamanna sem vilja ekki horfast í augu við orsök hrunsins. Þeir óðu áfram í einkavæðingu bankanna, keyrðu áfram byggingu Kárahnjúkavirkjunar með dæmalausum hroka og fyrirlitningu á skoðunum annarra, einkavæddu vátryggingafélög eins og Brunabótafélagið sem skilaði góðum arði tæpa öld sem það starfaði, einkavæddu póst og síma, skólana og sitt hvað fleira,- þrátt fyrir efasemdir og varnaarorð þáverandi stjórnarandstöðu. Hrunið var ekki þeim að kenna að þeirra sögn, það varð bara. Enda voru menn steinsofandi í Stjórnarráðinu, Seðlabankanum og Fármálaeftirlitinu.

Auðvitað má svo spinna þennan lygaþráð áfram: nú á evran að vera böl okkar og áþján þó svo að raunverulegar þjáningar okkar séu fyrst og fremst Sjálfstæðísflokknum og Framsóknarflokknum að kenna.

Sigurjón: Hefur endurvinnsla farið gjörsamlega fram hjá þér þrátt fyrir að hún hafi skilað okkur góðum árangri í um aldarfjórðung. Það má ekki einungis einblína á verðmæti endurunninna verðmæta heldur einnig þeim þjóðhagslega sparnaði við urðun og förgun ruslsins.

Á þessu eru Bandaríkjamenn að átta sig loksins á. Þeir hafa alist upp við gegndarlausa sóun á öllum sviðum og kæruleysi meðan innan Evrópusambandsins hafi verið unnið ötullega að þessum málum. Greenspan yfirsést stórlega þessir hagrænu innri þættir mismunandi samfélaga.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 24.8.2011 kl. 23:10

7 Smámynd: Sigurjón

Þetta var ekki mjög upplýsandi hjá þér.  Þarna er bara söluræðan sem maður heyrir svo oft, en engar tölur eða staðreyndir.  Þú áttar þig vonandi á því að það kostar líka að endurvinna ruslið.  Reyndar meira en að urða það.  Þar með er kominn auka kostnaður sem þjóðfélagið þarf að greiða með skattpeningum.

Ég reyndar heyrði einnig að það borgar sig að endurvinna alla málma, fremur en að vinna þá úr jörðu.  Ekki bara álið.

Vona ég eftir nánari upplýsingum.

Kveðjur.

Sigurjón, 25.8.2011 kl. 21:50

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sigurjón:

Auðvitað fellur kostnaður við söfnun og flokkun. En sparast ekki töluvert við förgun? Og minna land fer undir hauga. Bandaríkin eru að kikna undan sorpinu.Því miður eru þeir enn í neðsta bekk í skóla lífsins þar sem endurvinnsla er.

Ekki hefi eg neinar haldbærar tölur fyrir þig en þær má sjálfsagt finna á netinu.

Góðar stundir.

M

Guðjón Sigþór Jensson, 26.8.2011 kl. 07:44

9 Smámynd: Sigurjón

Sælir.

Það er einmitt málið: Það er töluvert hærri kostnaður við endurvinnslu hluta (nema málma) en að henda þeim og framleiða nýja.  Það er svo ekkert mál að setja ruslið í landfyllingu sem nota má yfirborðið af, sé þess gætt að hvorki málmar né spilliefni séu í ruslinu.

Dæmi um fáránlega endurvinnslu er pappír.  Mesta mengunin sem hlýzt af pappírsframleiðslu er að líma trefjarnar saman.  Í endurvinnslu pappírs þarf að nota sífellt meira lím í hvert sinn, þar sem trefjarnar minnka.  Pappírsframleiðendur eru auk þess skyldugir að gróðursetja 4 tré fyrir hvert sem þeir fella (í sérstökum pappírsskógum) og því er endurvinnsla á pappír beinlínis hamlandi fyrir skóglendi.  Pappír brotnar auk þess mjög auðveldlega niður í náttúrunni og verður að mold á stuttum tíma (verra með endurunna pappírinn, þar sem svo mikið lím er í honum).

Það er því beinlínis umhverfisvænt að nota sem mest af frumappír og henda honum svo í ruslið.

Ekki halda að endurvinnsla sé öll góð, þó hugsunin sé máski góð...

Kveðjur.

Sigurjón, 26.8.2011 kl. 15:08

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki hefi eg heyrt um límið. Endurunninn pappír verður aðeins notaður í lakari pappír t.d. dagblaðapappír, umbúðir og sem skeinir. Aldrei er unnt að framleiða betri og verðmætari vöru en þá sem unnið er úr.

Landfyllingar þarf að vanda enda ekki heimilt að nota hvaða efni sem er í þær eins og áður var. Nú má t.d. ekki setja í landyllingar spilliefni eða önnur mengandi efni. Slíkt gæti mengað auðveldlega nánasta umhverfi um langan tíma.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.8.2011 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242932

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband