Er Sjálfstæðisflokkurinn e.t.v. versta vandamálið?

Sú var tíðin að forystusauðir Sjálfstæðisflokksins voru sífellt með lýðræðið á vörunum. Það var eins og þeir hefðu fundið upp lýðræðið.

Svo voru þeir samfellt meira en 17 ár í ríkisstjórn. Á þeim tíma var lýðræðið praktísérað þannig að aðeins einn maður mátti að ráða og binda hendur heillrar þjóðar. Þannig mátti ekki leggja undir þjóðaratkvæði einkavæðingu bankanna og afhendingu þeirra til siðlausra braskara, ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álbræðslu í Reyðarfirði og þaðan af síður hvort lýsa ætti stuðning við umdeilt stríð bandaríkjaforseta. Lýðræðið var einkamál Sjálfstæðisflokksins.

Allur Sjálfstæðisflokkurinn og forysta hans var steinsofandi í aðdraganda hrunsins og vill ekki kannast við eitt eða neitt. Þeir líta á sig sem ábyrgðalausa valdamenn í landi sem þó á að heita lýðræðisland að nafninu til. Og gildir einu hvort þeir standi nú án valda utan við Stjórnarráðið og láti illum látum.

Bjarni Benediktsson og ættingjar hans ættu fremur að skoða alvarlega hvernig þeim tókst að koma N1 í botnlausar skuldir. Ársreikningur fyrirtækisins er einn sá svakalegasti sem sést hefur í langan tíma. Reksturinn virðist vera botnlaus og spurning hvenær þessi forrétting verði sett í gjaldþrot. Fyrirtæki í eigu venjulegs fólks væri fyrir löngu farið í gjaldþrot.

Aðild að EBE er einhver besta trygging fyrir alvöru lýðræði í landinu en ekki því gervilýðræði sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér fyrir á undanförnum áratugum.

Mosi


mbl.is Vill slíta aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

"Aðild að EBE er einhver besta trygging fyrir alvöru lýðræði í landinu en ekki því gervilýðræði sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér fyrir á undanförnum áratugum."

Mér þykir það leitt, Guðjón, en þegar þú talar um ESB og lýðræði í sömu andrá, þá bendir allt til þess að þú veizt ekkert um ESB.

Vendetta, 14.8.2011 kl. 20:55

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

takk fyrir hreinskilinn málflutning

Kristbjörn Árnason, 14.8.2011 kl. 20:55

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér Kristbjörn. Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur lengi verið stærsta vandamálið í stjórnmálasögu landsins. Engin merki eru uppi að einhverjar breytingar séu á því.

Á þeim bæ telja menn sig enn vera stikkfrí frá öllu hruni og auðvitað allri ábyrgð. Þess vegna berjast þeir með kjafti og klóm að Geir Haarde væri ekki ákærður og verði ekki sakfelldur. Auðvitað vissi hann eða mátti vita sem fagmaður (hagfræðingur) hvað var í gangi. Hann valdi fremur þá leið að gera ekki nokkurn skapaðan hlut, láta sem hann vissi ekki neitt í aðdragand hrunsins.

Forysta Sjálfstæðisflokksins var að sjálfsögðu meðvituð um hvað var að gerast í undirheimum braskaranna og fjárglæfranna.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.8.2011 kl. 19:42

4 Smámynd: Vendetta

Í sambandi við Landsdóm, þá er ég eins og svo margir aðrir, að Geir Haarde skuli vera sá eini sem hefur verið ákærður, því að bæði Samfylkingingin og Framsókn var meðsek. Þau sem hefðu átt að ákæra eru Ingibjörg Sólrún og Björgvin, auk Árna Matt. Sýnir, hvað það er steikt, að fela Alþingi það hlutverk að ákveða hverjir skyldu vera ákærðir. Það er eins og að biðja lögregluþjón að leggja fram ákæru gegn sjálfum sér og vera þannig bæði í hlutverki saksóknara, vitnis og ákærða. Hvernig Samfylkingin gat hvíþvegið sjálfa sig af hrunglæpum sínum er til háborinnar skammar.

Ég lít svo á að allir stjórnarliðar bera ábyrgð, þótt einungis sé hægt að draga ráðherra fyrir Landsdóm skv. stjórnarskránni.. Ég hefði verið sáttur við ef allir ráðherrar allt aftur til aldamóta yrðu ákærðir. Það var enginn sem var að gera vinnuna sína. Enginn. En Ísland er heldur ekki réttarríki. Því miður.

Vendetta, 15.8.2011 kl. 20:33

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað er lagagrunnurinn um Landsdóm forneskjulegur. En verður ekki að fara eftir þessum formlegu reglum þó svo þær þyki forneskjulegar? Ákæran er auðvitað byggð á pólitísku mati. Geir var auðvitað sem forsætisráðherra verksstjórinn í ríkisstjórninni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.8.2011 kl. 22:44

6 Smámynd: Vendetta

Það er rétt, að hann var kallinn í brúnni, en aðrir báru einnig ábyrgð. Og eins og þú veizt gerðu flestir ráð fyrir því að hinir þrír ráðherrarnir yrðu einnig ákærðir, en svo varð ekki. Ákvörðunin um að ákæra einungis Geir var í megindráttum flokkspólítísk.

Vendetta, 15.8.2011 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242896

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband