Ráðgjöf betri en fjáraustur?

Grikkir eiga að byrja á að líta í eigin barm, vinda ofan af gríðarlegri spillingu og haga sér betur hvað fjárhagsmál varðar.

Rúmir 10 milljarðar er engin smáfjárhæð fyrir fámenna þjóð: fyrir hvern Íslending eru það sem sagt 10.000.000.000 deilt með 300.00 hub 33 þús. krónur á hvern þegn. Ef skattgreiðendur eru kannski ekki nema 200.000 þá er um að ræða 50.000 aukaskatt vegna Grikklandshjálpar. 

Ef við eigum að borga fyrir öll skakkaföll heimsins þá blasir framtíðin ekki vel fyrir okkur.

Hvernig væri að Grikkir spýti sjálfir í lófana og leysi sín mál sjálfir?

Margir vilja meina að Grikklandi verði ekki bjargað nema þeir geri sér sjálfir ljós sá vandi sem þeir eru í. Er það ekki jafngáfulegt að ausa sokkið skip eins og að reyna að bjarga þjóð sem kannski gerir sér ekki grein fyrir vandanum?

Sjálfsagt væri að senda efnahagsráðgjafa til aðstoðar en að fleygja fjármunum í sjóinn, við megum ekki við því.

Mosi


mbl.is Íslendingar veita Grikkjum fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

er það ekki bjarnargreiði að senda þeim Íslenskan efnahagráðgjafa?

Magnús Ágústsson, 8.8.2011 kl. 19:58

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

VIð sendum jafnvel ekki okkar verstu óvinum efnahagsráðgjöf á vegum ríkisstjórnar Íslands (prófessor ríkisstjórnarinnar, Þórólf Matthíasson) til að veita efnahagsráðgjöf. Við myndum fá kærur og skaðabótakröfur til í hausinn. Þá er beta að senda skreið eða verðlitlar krónur til Grikklands.

Guðmundur St Ragnarsson, 8.8.2011 kl. 20:38

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

Einmitt Guðmundur

En það væri gott fyrir 'isleskan almenning að senda Steingrím þangað og taka af honum vegabréfið

Magnús Ágústsson, 8.8.2011 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband