Hver var tilgangur andófsins gegn „Æseif“?

Um 12% þjóðarinnar er atvinnulaus. Með því að ljúka þessu máli hefði verið unnt að „koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað“ eins og segir í margnotaðri klisju. Sjálfur er eg einn þeirra sem engin störf hef haft undanfarna tvo vetur nema að sitja í kjörstjórn. En það er mér ekki næg atvinna, jafnvel þó svo að þjóðaratkvæðagreiðslur færu fram í hverjum einasta mánuði.

Margt er undarlegt varðandi þá hrifningu nei manna. Í grein Fréttatímans s.l. föstudag var afar vel rituð grein eftir Jón Kaldal: „Regla veiðimannsins - hugmyndafræði hinna innmúruðu og innvígðu“. Þar ber Jón saman pólitíska ástandið á Íslandi nú og það sem gerðist í Frakklandi áratugina eftir heimstyrjöldina síðari. Frakkar stóðu á krossgötum um leiðir eftir hrun nasismans og öngþveitið sem hann skildi eftir sigHægri menn undir stjórn de Gaule voru á móti öllu sem vinstri menn vildu en þeir voru þeir aðilar sem voru í ríkisstjórn eftir öngþveiti hersetu þýska hersins. De Gaule taldi sig vita allt mun betur en andstæðingar hans og vann öllum árum að grafa undan vinstri mönnum. Síðar náði de Gaule völdum í skjóli hatramma kosninga. Í ljós kom að stefna de Gaule reyndist ekki betri og jafnvel verri.

Jón Kaldal bendir á hvort þetta plott með nei áróðrinum sé sami tilgangurinn með þeim sem vilja grafa sem mest og hraðast undan vinstri stjórninni í dag? Við Íslendingar berum ábyrgð á þessu Æseif ekki síður en Bretar og Hollendingar að leyfa þessari vitleysu að þrífast eftirlitslausa á sínum tíma. Var það kannski tilgangur hægri manna á Íslandi að skilja eftir sig sem víðast tímasprengjur til að auðvelda sér betur síðar valdatöku eftir að hafa grafið undan vinstri mönnum? Íhaldið á Íslandi hefur alltaf kennt vinstri mönnum um það sem aflaga hefur farið og ætli sagan endurtaki sig ekki eina ferðina enn? Þá væri unnt að leiða braskaralýðinn aftur að kjötkötlunum til þess þeir mættu halda áfram að skara að sinni köku, rétt eins og ekkert hefði gerst. Þjóðin borgar þó þeir sýni annað andlit nú.

Því miður er popularismi staðreynd á Íslandi. Jón Kaldal bendir á eftirfarandi sem einn af bestu ritstjórum landsins, Styrmir Gunnarsson, lét hafa eftir sér í febrúar s.l.: „með því að samþykkja Icesave samkomulagið nú missir Sjálfstæðisflokkurinn þá vígstöðu, sem hann þó hefur haft undanfarna mánuði gagnvart ríkjandi ríkisstjórn“. Er þarna ekki hundurinn grafinn og hvað raunverulega vakti fyrir þeim hóp manna sem kennir sig við „Advice“ og auglýsti á hverjum degi í öllum fjölmiðlum a.m.k. viku fyrir kosninguna á fremur vafasaman hátt? Þessi stjórnmálahópur sem getur ekki einu sinni nefnt sig íslensku heiti virðist hafa haft mikið fé umleikis til að kosta auglýsingar þar sem ekki var alltaf gætt að hafa það sem rétt er.

Íslendingar hafa oft látið kjafta sig stútfulla af vafasömum efasemdum og stundum siðlausum hræðsluáróðri. Engin undantekning er nú. Þeir voru lengi sagðir kúgaðir af danskri yfirstétt. Kannski íslenski braskaðallinn sé öllu verri og gimmari en sá danski. Gildir einu hvort hann sé grundvallaður af Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki. Sama braskáráttan í þeim báðum.

Mosi


mbl.is „Þetta eru ekki góðar fréttir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

No 1.) nasistar voru/eru ekki hægri menn heldur vinstri menn, enda jafnaðarmenn og verkamannaflokkur

no2.) hvernig ætlar þú að koma hjólum efnahagslífsins af stað með því að borga tæpa 40 miljarða(27 í vor og aðra 10 að lámark í haust) með láni sem ber 5.5%+ vexti(Icesave hefði verið borgaður með lánum frá AGS)?

no3.) Á þeirri braut sem þessi stjórn er á og hefur klofið þjóðina í herðar niður, þá væri það ekkert nema óeðlilegt ef menn reyndu ekki að stöðva það, hvernig hegðuðu vinstrimenn sér á Davíðsárunum?

No4) Þú seigir að hægrimenn hafi kennt vinstrimönnum um allt sem aflaga hafi farið, en er það staðreynd? Hver bar ábyrgð á því að stjórnlagaþinginu hafi verið hraðað svo mikið í gegn að það "gleymdist" að fylgja lögum? Hverjum var það að kenna þegar hæstvirtur umhverfisráðherra var dæmdur sekur í skipulagsmálefnum td í flóahrepp? og hverjum var það að kenna að Jóhanna sigurðardóttir var dæmd sek um að hafa brotið jafnréttislög? þetta er engan vegin tæmandi

Annað, þó Icesave hefði verið samþyngt þá myndu deilur um það standa út þessa öld og langt fram á þá næstu

Brynjar Þór Guðmundsson, 10.4.2011 kl. 12:03

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Brynjar: Síðan hvenær hefur Adolf Hitler og hans hyski verið talinn vera vinstri maður? Þó svo að NASPD hafi kennt sig viðl einhvers konar sósíalisma var það einungis í blekkingarskyni.

Undir árslok 1932 hélt hann mikilvægan leynifund með Krupp og öðrum iðnjöfrum, bankamönnum, lykilmönnnum herforingjaráðsins og sínum nánustu samstarfsmönnum. Tilgangurinn var undirbúningur að valdaráni ef lögleg valdayfirtaka væri ekki möguleg. SPD var sá flokkur ásamt Kommúnistaflokknum sem börðust gegn áformum skúrksins.

Blekkingar hafa lengi verið stundaðar til að rugla heiðarlegt fólk í ríminu. Þetta sem nú hefur verið að gerast er ekki til að bæta ástandið í þjóðfélaginu, kannski til að auka glundroðann sem bankahrunið olli. Hver skyldi vera tilgangurinn?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.4.2011 kl. 13:41

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Síðan hvenær hefur Adolf Hitler og hans hyski verið talinn vera vinstri maður? Þó svo að NASPD hafi kennt sig viðl einhvers konar sósíalisma var það einungis í blekkingarskyni."

Er samfylkingin þá gervivinstrimenn og VG þá plat vinstrimenn? það segir sig sjálft, hitler og co voru sósíalistar og jafnaðarmenn, þeir væru þá 101 með Nasistunum. Manst þú við hvað hann starfaði áður en hann gekk í þýska herinn í fyrri heimstyrjöldinni? Kommúnistar og nasistar voru ekki beint vinir, enda ef þú tekur tvær hugsanir sem ganga út það að ná heimsyfirráðum þá er það ekki ávísun á friðsamleg samskipti, hvorki við kommana í USSR né kommana innan Þýskalands. 

 Ertu að tala um blekkingar eins og þá sem samfylkingin stóð fyrir korter fyrir hrun með það að Íbúðarlánasjóðurinn mæti missa sig, þar sem bankarnir voru ornir svona stórir. Eða eins og kom fram í Borgarnesræðu Ingibjargar S. "Við ætlum ekki að búa í verstöðinni Íslandi – jafnvel þó það gæti gefið mikið í aðra hönd – heldur í nútímasamfélagi með öllu því sem það krefst" hvað ætli samfylkingin hafi ætlað sér með þetta.

Annars svaraðuru öðru ekki, td með hjól atvinnulífsins

Brynjar Þór Guðmundsson, 10.4.2011 kl. 17:03

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki veit eg hvort söguskýringar þínar Brynjar séu viðurkenndar meðal sagnfræðinga en betur mættir þú lesa þig til.

Varðandi hvað Ingibjörg Sólrún lét eftir sér hafa, þá er mjög vafasamt að taka sum ummæli, slíta þau úr samhengi við það sem á undan var og á eftir kom og tengja við annað. Sá sem vill látya taka sig alvarlega, ber að vanda vel til verka og hafa rétta aðferðafræði. Annað verklag kann að vera talið til áróðurs og hræsni.

Blekkingum hefur oft verið beitt af skúrkum sögunnar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.4.2011 kl. 08:05

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ég taldi þig vera svona það vel lesinn að þú myndir hafa áttað þig á því í hvað stemmdi-ég verð augljóslega að endurskoða það álit mitt.

á ég ekki að koma þá með aðeins meir frá sömu ræðu.

"Hinn nýi flokkur verður að hafa framtíðarsýn sem byggir á því að þróa hér sómasamlegt samfélag þar sem stofnanir og stjórnmálamenn koma fram af virðingu gagnvart fólki, fara að leikreglum sem eru gegnsæjar og þar sem fyllsta jafnræðis er gætt. Samfélag þar sem einstaklingarnir njóta hæfileika sinna og getu á eigin forsendum og þar sem þeim sem hér búa eru tryggð ákveðin lífsgæði. Þau lífsgæði eru ekki bara efnisleg gæði – þó þau séu vissulega mikilvæg – heldur lúta að því að hafa aðgang að fjölbreyttri menningu, góðri menntun, öruggu heilbrigðiskerfi, jafnrétti óháð kynferði, kynþætti og kynhneigð, og aðgang að góðu umhverfi og óspilltri náttúru. Við ætlum ekki að búa í verstöðinni Íslandi – jafnvel þó það gæti gefið mikið í aðra hönd – heldur í nútímasamfélagi með öllu því sem það krefst." http://www2.samfylking.is/Forsida/Umraedan/Raedur/LesRaedu/12

Er þetta ekki tóm blekking? Þessi sami flokkur seigir að við munum hafa fullt forræði yfir sjáfarútveginum og að við getum haldi hvalveiðum áfram http://www.svipan.is/?p=20845  

Passa efstu 3 línurnar við núverandi ríkistjórn? Ég held ekki, og það ekki einu sinn nálægt. Og það sem ég valdi síðast, Það er nokkuð ljóst að samfylkigin bjóst við því að missa yfirráð yfir fisknum 2006 en 2008 var það allt breitt og við myndum halda fullum yfirráðum. Er það ekki blekking? Og það af verstu sort því við eigum að taka afstöðu til málsins í þjóðaratkvæði svo ekki sé minnst á Icesave, áttu eignir þrotabúsins ekki að ná yfir alla reikninga sem til féllu, vexti og ég hef jafnvel lesið það að ríkið hirði afganginn á bloggum, í sjónvarpi og prentmiðlum. En hvað seigja fjármálaráðherrar Hollands og Bretlands, var það ekki á þá leið að það væri ekki einusinni nálægt? Hverjir eru þá skúrkarnir hér á Íslandi, er það ekki samfylkingin? http://en.wikipedia.org/wiki/Nazi_Party Hvað meinarðu með því að nas-itar hafi ekki verið sóselistar, ertu að seigja að er viðkomandi(sósealisti) er tekinn/stendur sig ekki, þá er hann ekki alvöru sósealisti?

Síðan hvenær hafa staðreyndir verið áróður? Er áróður ekki þegar hálfur sannleikur er sagður aftur og aftur þar til fólk fer að trúa því? eins og með ESB. Og svo segirðu að ég þurfi að lesa mig betur til

Brynjar Þór Guðmundsson, 16.4.2011 kl. 08:36

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Munurinn á þjóðernissósíalisma (stundum flokkaður til "hægri") og sósíalisma (gjarnan flokkaður til "vinstri") er lítill.

Munurinn á jafnaðarmennsku og "íhaldsstefnu" vestrænna samfélaga er lítill.

Munurinn á þjóðernissósíalism/sósíalisma og vestrænum stjórnmálastefnum er mikill.

Munurinn á "hægri"stefnunum frjálshyggju og þjóðernissósíalisma er nánast óendanlegur að öllu leyti.

Menn ruglast gjarnan þegar sama stimpli "hægri" og "vinstri" er beitt á gjörólíkar stefnur. Skiljanlega. Skólakerfið gerir ekki mikið fyrir þá sem vilja aðgreina stjórnmálastefnur eftir innihaldi. 

Geir Ágústsson, 2.5.2011 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 242925

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband