Einræði er blindgata

Hernaðarárás á loftvarnastöðvar og herstöðvar eftir samþykki Öryggisráðs SÞ eru ekki hryðjuverk. Það má hins vegar telja árás vopnaðra sveita Gaddafís á misjafnlega vopnaðra óbreyttra borgara sem gagnrýna hann og krefjast afsagnar hans af valdastóli.

Þessi furðufugl er fjarri raunveruleikanum. Hann hefur ríkt í skjóli valdaklíku sem rændi völdum fyrir langt löngu. Þjóðin hefur fengið nóg af svo góðu og vill efla lýðræði. Á undanförnum árum hafa vopnasalar makað krókiinn og selt Gaddafí og valdaklíku hans vopn fyrir margar milljónir evra. Hverjir skyldu þar eiga hlut að máli?

Í stað þess að stíga til hliðar og gefa líbísku þjóðinni eftir að ráða málum sínum hefur þessi einræðisherra orðið mikilmennskunni að bráð. Hann er eins og hvert annað afskræmi einræðisins sem á sér enga framtíð né velvild og skilning. Hann tilheyrir að öllum líkindum brátt öskuhaugi sögunnar.

Mosi


mbl.is Líkir árásum við hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný

Það réttlætir samt sem ekki afskipti vesturblokkarinnar.

Dagný, 22.3.2011 kl. 09:23

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Dagný:

Hefðirðu viljað að leiguþý Gaddafýs fengi frjálsar hendur til þjóðernishreinsana eins og gerðist í Rúanda hérna um árið? Þessi maður er haldinn sömu meinlokunni og aðrir einræðisherrar: þjóðin er þeim einskisvirði í valdadraumum sínum.

Sem fyrst með þessa leppalúða á öskuhauga sögunnar!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 22.3.2011 kl. 21:21

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Guðjón, ég er hjartanlega sammála þér, auðvita eigum við vesturlandaþjóðir sem og aðrar þjóðir að grípa inní, samanber við Hitler.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 27.3.2011 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 242925

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband