Sama hjólfarið

Auðvitað er þetta Icesave mál hið vandræðalegasta. það hefur þegar valdið Íslendingum miklum vandræðum. Samtök atvinnulífsins hefir margsinnis bent á, að þetta mál þarf að leysa sem fyrst enda kemur það í veg fyrir að „hjól atvinnulífsins“  geti farið að snúast eðlilega. Atvinnuleysi hefir því miður ekki minnkað og er undirritaður einn þeirra mörgu þúsunda sem ekki hafa fengið neinn starfa yfir vetrartímann.

Sjálfsagt fagna margir niðurstöðu forsetans en huga líklega ekki eins vel að afleiðingunum.

Forsetinn hefir með ákvörðun sinni enn á ný tekið umdeilda ákvörðun þar sem reynir á starf núverandi ríkisstjórnar sem hefir verið mjög krefjandi og erfitt að sama skapi.

Mosi


mbl.is Forsetinn staðfestir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LOL...

AFB (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 15:44

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Í dag sigraði lýðræðið alræði.
Forseti vor er sverð okkar og skjöldur.
Til Hamingju Íslendingar.

Rauða Ljónið, 20.2.2011 kl. 15:56

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

AFB: Hvað áttu við með LOL...?

Hvaða lýðræði áttu við „Rauða ljón“? Þetta er enginn gleðidagur fyrir okkur, því miður.

Af hverju getur fólk ekki skrifað undir með réttu nafni eða að það komi fram í færslu?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.2.2011 kl. 16:02

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Enga fýlu Mosi nafnið er tengt Ljóninu,.
Kv Sigurjón Vigfússon lengi lifi lýðræðið á Íslandi.
Nú er verið að kollvarpa ríkistjórnum bróður flokka ríkisstjórna íslands í miðausturlöngum  almenningur þar heimta lýðræði og hafnar alæðinu.

Rauða Ljónið, 20.2.2011 kl. 16:34

5 Smámynd: Vendetta

Það var unun að hlusta á Ólaf Ragnar á RÚV2 gera grein fyrir ákvörðun sinni, og sérstaklega tókst honum vel til þegar hann svaraði fréttamönnum. Í einu svarinu varðandi allar hrakspárnar fyrir síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu gat hann sýnt fram á tvöfeldnina hjá Jóhönnu, sem fyrst segir, að ef IceSlave II verði ekki samþykkt færi allt til fjandans, en svo í fyrra segir hún að efnahagurinn gangi ofsalega vel.

Ólafur Ragnar er hetja dagsins og stendur vörð um lýðræðið, óháð sinni eigin sannfæringu. Hann mun án efa fá mitt atkvæði, þegar hann býður sig fram næst. Það er öruggt, að tilgangur Samfylkingarinnar með stjórnlagaþinginu var ekki aðeins að greiða fyrir inngöngu í ESB, heldur einnig að afnema málskotsrétt forsetans. Vonandi verður þeim ekki kápan úr því klæðinu.

Siðan þegar fréttamenn útvrpsins tóku Jóhönnu tali, fór hún að væla eins og venjulega og sagði að fyrst aukinn meirihluti á þingi samþykkti þennan ólöglega samning IceSlave III, þá ætti Ólafur ekkert með að staðfesta hann ekki. Hún nefndi ekki það sem öll þjóðin veit (en sem Jóhanna veit ekki að þjóðin veit), hvernig atkvæði Sjallana voru keypt, hvernig þeim var mútað.

Ef meirihluti kjósenda í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu hafnar IceSave III, verður quislingastjórn Jóhönnu að segja af sér, allt annar er svívirða við þjóðina.

Vendetta, 20.2.2011 kl. 16:41

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvaða hvaða, Hollendingar og bretar eru búnir að lofa að reyna ekki að semja meira.  Vandamál leyst.

Nú er bara að sjá hvort bankakerfi evrópu fer á hausinn ef við vinnum eða ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.2.2011 kl. 20:21

7 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Hvernig færi Þjóðaratkvæðagreiðsla sem snerist um afnám virðisaukaskatts. Eða þjóðin fengi að kjósa um prósentu skatta. Ég er hræddur um að við færum á hausinn strax !

Þessi tilvísun til þjóðarinnar endar ekki nema á einn veg og verður sennilega ekki til góðs.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 20.2.2011 kl. 21:46

8 Smámynd: Vendetta

Þorsteinn, þetta sem þú nefnir er ekki sambærilegt. En fyrst þú ert með samanburði og líkingar, íhugaðu þetta:

Segjum svo, að einhver ríkur maður í hverfinu verður fyrir innbroti og þjófurinn hefur á brott með sér verðmæti upp á tugi milljóna. Hann felur síðan þýfið. Löggan kemst að því hver þjófurinn er, en hann fær að halda þýfinu og er ekki einu sinni handtekinn. Svo vill til, að þessi þjófur hefur lögheimili á sömu götu og þú, en þið þekkist ekki neitt og þú hefur auðvitað ekki haft neitt með innbrotið né þýfið að gera. Tryggingafélagið vill ekki bæta brotaþolandanum tjónið fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkur ár, en fer fram á að þú borgir reikninginn, þar eð þjófurinn býr við sömu götu. Myndirðu verða ánægður? Varla.

Þú myndir mótmæla og spyrja: "Hvers vegna á ég að bæta fyrir þetta, ekki var þetta innbrot mér að kenna og ég er bara fátækur launþegi?" Þá fengirðu að vita af innheimtumanni ríkisins, að þú verðir að fallast á að borga, því að þetta sé ömurlegt mál og því verði að ljúka í sátt við brotaþola. Hvort þú sért sáttur við að þurfa að borga skuld sem þú hefur ekki stofnað til, er aukaatriði. En heyrðu, þú getur fengið VISA-léttgreiðslur á 5% vöxtum og borgað 200 þúsund á mánuði í 30 ár. Ef þú borgar ekki, þá verður sá sem varð fyrir tjóninu fúll út í þig og mun ekki leyfa þér að ganga í klúbbinn þar sem hann er meðlimur. Einhver hefur sótt um fyrir þína hönd að þér forspurðum, enda hefur þú hafir engan áhuga á aðild að þessum klúbb. Myndirðu borga skuld þjófsins bara til að þóknast yfirvaldinu og fá frið, eða myndirðu neita eins og allir myndu gera sem ekki eru  hrygglausar undirlægjur og gungur?

Svona er IceSave-samningurinn í hnotskurn.

Vendetta, 21.2.2011 kl. 02:12

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka athugasemdir sem eru auðvitað misgóðar. Við Þorsteinn erum sammála um að takmörk séu á því hvað eigi að leggja undir þjóðaratkvæði. Ólafur Ragnar er á mjög hálli braut við túlkun sína á rétti sínum að beita 26. gr. stjórnarskrár. Hvað næst? Ef einhver huldumaður fer af stað með undirskriftasöfnun um að krefjast þjóðaratkvæði um fjárlög eða skattalög? Það væri á ansi gráu svæði.

Mér hefur dottið í hug hvort mögulegt sé á því að Ólafur Ragnar sé kominn í þann flokk manna sem vill grafa sem fyrst undan núverandi ríkisstjórn. Er hann orðinn afturhaldsmaður sem hefur e.t.v. meiri skilning á að útrásarmennirnir fái betri meðferð og að Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki verði gerð auðveldara að ná aftur völdum á Íslandi? Það er allt mögulegt með lýðskrumi og ómerkilegheitum eins og einkennt hefir áróður margra. Það er „popularismi“ einkennandi. Auðvelt er að boða lækkandi skatta með mjög almennu og óljósu orðalagi. Þetta gerði t.d. Sjálfstæðisflokkurinn í áratugi og hyglaði fyrst og fremst þeim sem höfðu betri möguleika að borga skattana sína en þeir sem minna máttu sín. Meira að segja mátti ekkert finna að einkavæðingu bankanna né koma í veg fyrir að útrásarvarganir nýttu „dautt fé“ í þjóðfélaginu (áróður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar). Þetta „dauða fé“ reyndist vera sparifé almennings, sérstaklega eldri borgara sem og fé sem lífeyrissjóðirnir áttu í ýmsum eignum á borð við hlutafé sem útrásarmenn gerðu einskis virði með glæpsamlegum umsvifum sínum.

Svo má ekkert skrifa um allt þetta svínarí! Fyrir hálfum öðrum mánuði sendi eg grein í Fréttablaðið um Magma málið og aðdraganda þess. Ekki hefur þessi grein verið birt þó svo hún hafi verið lögð fyrir 2 kunna lögfræðinga til yfirlestrar sem báðir töldu að ekkert væri umdeilanlegt í greininni. Það víkur að spurningunni: Er ritskoðun beitt á Íslandi?

Hér hefur ýmsum steinum verið velt en það er umhugsunarvert með hliðsjón af nýjustu atburðum: Hafði 70% af íslenska þjóðþinginu rangt fyrir sér?

Mér finnst Ólafur Ragnar eiga að huga betur að embætti sínu. Embætti forseta á að vera sameiningartákn þjóðarinnar en ekki sundrunartákn eins og það er í dag. Er einhver sem vill það? Skyldi það vera?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.2.2011 kl. 09:17

10 Smámynd: Vendetta

Það er alveg sama hvað á dynur, Guðjón, þú heldur uppi vörnum fyrir þessa ónýtu ríkisstjórn og þessum ólöglega samningi. Þú ættir að reyna að hugsa sjálfstætt. Varðandi Fréttablaðið: Já, það er ritskoðað. Þú ert ekki sá fyrsti, sem fær ekki birtar greinar í þeim snepli.

"Hafði 70% af íslenska þjóðþinginu rangt fyrir sér?" 

Það er ekki almenningur eða ÓRG sem vill hlífa Sjöllunum og Framsókn, heldur Steingrímur og Jóhanna sjálf, því að þau felldu út 8.grein samningsins, sem fjallar um að finna þýfið og lögsækja þjófana, sem í IceSave-málinu eru vinir Bjarna Ben. Þjóðin mátti ekki vita af þessu, en þessar upplýsingar láku. Aukinn meirihluti á þingi, sem fenginn er með mútum á kostnað heiðarlegs fólks meðal þjóðarinnar er illa fenginn og ekki marktækur. Þú gleymir líka að nefna það, að það voru 47,6% þingmanna sem fór fram á að málið yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu, og Ólafur Ragnar tók m.a. tillit til þessa.

Önnur rök Ólafs voru að Alþingi hefur ekkert umboð nú til að ráða ferðinni eitt síns liðs án þess að þjóðin kæmi að málinu einnig. Í rökstuðningi sínum fyrir að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu hafði lýðræðissinninn Ólafur öll tromp á hendi. Og lét hann ekki sitt eigið persónulega mat á samningnum aftra sér. Hins vegar hafði Jóhanna misst öll sín spil á gólfið og fór svo að væla eins og óþekkur krakki. Þeir sem óttast dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu vita að þeir hafa vondan málstað.

Í komandi atkvæðagreiðslu ætla ég og fjölskylda mín að greiða atkvæði GEGN IceSave III og við skorum á alla aðra lýðræðissinna að gera slíkt hið sama.

Vendetta, 21.2.2011 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband