Nauðvörn?

Nú hefir margt verið gagnrýnt með fyrirtæki þetta. Aflandskrónur voru gjörnýttar til að kaupa hagsmuni tengdum aðgangi að íslenskum orkulindum. Íslenskir ríkisborgarar hafa ekki sama rétt og var því þarna um grófa mismunun milli aðila. Þessi staðreynd virðist vera eigendum Magma fyllilega ljós.

Íslenskir hagsmunir mæla með því að við yfirtökum þessi gæði á þann hátt að viðkomandi fái greitt fyrir í samræmi við það sem hann hefir lagt í fyrirtækið auk sanngjarnar þóknunar sem gæti verið t.d. vextir af kaupverði en ekki eyri fram yfir það.

Geysir Green Energy var vægast sagt furðulegt fyrirtæki en einn af upphafsmaður þess og stjórnarformaður var Hannes Smárason, sá sami sem átti vægast sagt skrautlegan feril í viðskiptalífi Íslendinga og geta margir minnst þess að hafa glatað ævisparnaði sínum í braski hans og hans félaga með hlutabréf og ýmsa furðulega fjármálavafninga í ölduróti sem varð í bankahruninu.

Lífeyrissjóðir töpuðu auk þess offjár sem líklega seint verður tíundað.

Sitthvað bendir til að þeir Magma menn vilji reyna að sigla inn á kyrrari sjó.

Mosi

 


mbl.is Magma reiðubúið til viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband