Noregur: heimaland friðarverðlauna Nóbels

Norðurlönd hafa lengi verið talin með þeim löndum þar sem mannréttindi hafa verið metin einna mest. Nú hafa norsk yfirvöld komið því í kring að hrekja úr landi unga konu sem fluttist sem kornabarn með foreldrum sínum til Noregs og uppalin þar. Hvernig má þetta vera? Eru strangtrúarmenn á bókstaf laganna að taka fram fyrir hendurnar á allri skynsemi og sanngirni?

Á 17. öld var einn ágætur hugsuður íslenskur, sem kallaður var Vísi-Gísli og lét hafa eftir sér: „Betri er góður embættismaður en góð lög“. 

Þessi ákvörðun norskra yfirvalda er þeim til mikils vansa. Líklegt kann að vera að sá embættismaður sem ábyrgð tekur á þessari umdeildu ákvörðun sé að gangast fyrir einhverjum „popularisma“ en víða er tortryggni og jafnvel hatur gagnvart útlendingum víða versnandi ástand.

Furðulegt verður að teljast að þessi unga kona sem hefir þegar orðið landsfræg fyrir afburða vel ritaða bók sé flæmd úr landi vegna uppruna síns. Getur verið að rithöfundurinn ungi hafi komið illa við einhver viðkvæm kaun? Landið er Noregur, heimaland friðarverðlauna Nóbels!

Það reynir á réttarríkið. Er það kannski að líða undir lok?

Mosi


mbl.is Rithöfundi vísað frá Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

hún var reyndar ekki kornabarn því fjölskyldan kom þangað 2002

Guðrún Vala Elísdóttir, 24.1.2011 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242932

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband