Takmörkun umferðar

Víða um heim eru umferðartakmarkanir. Ímörgum borgum er t.d. óheimilt að aka innan vissra marka nema bílum sem eru taldir umhverfisvænir, smábílum og þeim sem megna mjög óverulega.

Í Reykjavík eru nánast engar takmarkanir. Þar má aka stórum trukkum þess vegna um miðbæinn án þess að nokkur hafi athugasemd um það. Æskilegt væri að taka upp takmarkanir eins og víða er í stærri borgum erlendis þar sem jeppum og skúffubílum og þaðan af stærri bílum er óheimilt að aka um miðborgina. Mætti t.d. binda takmörk við útblástur, t.d. 200 g á hvern ekinn km. Það þýðir að allir bílar sem brenna meiru en um 8 lítrum á hundraði er óheimilt að aka innan viss svæðis.

Stórir bílar menga ekki aðeins meira en þeir minni, heldur eru þeir mun þurftarfrekari á pláss hvort sem er á götunum eða bílastæðum.  

Meir en 20 sinnum á ári er talið að mengun fari yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík. Þessi mál mætti umhverfismálaráð Reykjavíkur skoða og taka föstum tökum. Það er oftar tilefni en á Þorláksmessu og aðfangadag jóla að takmarka umferð t.d. í grennd við kirkjugarðana.

Þá mætti að sjálfsögðu auka almenningssamgöngur og greiða meira fyrir þeim. Hækkun á fargjöldum nú nýverið er hreinn skandall!

Mosi


mbl.is Bílaumferð takmörkuð í Fossvogskirkjugarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Já, hvað ætli verzlunareigendur í miðbænum segðu um það að þurfa að sækja vörurnar í 50 ferðum á Yarisnum í staðinn fyrir einni ferð á trukknum?

En svona bann hefði auðvitað þann kost að þá væri ekki hægt að byggja Tónlistarhúsið, það helvítis ferlíki. 

Vendetta, 23.12.2010 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband