Lágkúrulegur verknaður

Ósköp er lágkúrulegt að þjófur/þjófar hafi brotist inn í húsnæði mæðrastyrksnefndar til að stela af matarbirgðum sem ætlað var skjólstæðingum þessa góða mannréttindafélags. Þó svo að þjófuinn hafi talið sig hafa meiri rétt til birgðanna en aðrir, jafnvel svangari en aðrir, ber þetta vott um mjög slæmt innræti.

Þetta minnir nokkuð á innræti útrásarvarganna sem stálu öllu steini léttara úr almenningsfyrirtækjum sem voru ekki nema að litlu leyti í eigu þeirra. Þeir voru á sjálfskömmtuðum ofurlaunum og töldu sig standa öðrum framar í samfélaginu.

Hugsunarhátturinn er nákvæmlega sá sami hvort sem stolið var frá lífeyrissjóðunum, smáhluthöfum eða Mæðrastyrksnefnd.

Spurning er ef sá sem verknaðinn framdi gefur sig annað hvort fram sjálfviljugur eða lögreglan finni út hver hlut eigi að máli, þá er líklegt að út frá lögfræðinni verði dálítil spurning: Til þess að þjófnaður hefur verið fullframinn þarf þýfið, þ.e. andlag hins saknæma verknaðar að hafa eitthvað fjárhagslegt gildi fyrir þann sem stolið var frá, þ.e. Mæðrastyrksnefnd. Ef greitt hefur verið fyrir birgðirnar er alveg ljóst að um fjárhagslegt tjón sé um að ræða. Hafi verið um samskot, t.d. frá verslunum að ræða, þá vandast málið.

Sjálfsagt mun verjandi þorparans velta þessu fyrir sér og reyna að fá sakborning sýknaðan út frá einhverjum slíkum sjónarmiðum. Kannski unnt sé að sanna að viðkomandi hafi verið jafnvel svangari en aðrir en það kann að vera nokkuð fjarstæðukennt. Varla getur hann verið 20 sinnum svangari en aðrir!

Annars er ótrúlegt hve sumir geta lagst lágt, að stela björginni frá fátækum.

Mosi


mbl.is Stálu frá mæðrastyrksnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband