Er spilling vaxandi á Íslandi?

Fyrir nokkrum árum var fullyrt að Ísland væri eitt minnst spillta land heims!!! Eðlilega kom þessi fullyrðing mörgum spánskt fyrir sjónir enda er vitað að spilling hefur lengi tíðkast á Íslandi. Með einkavæðingu bankanna var kannski þjófaræði innleitt á Íslandi, þ.e. að þjófar fái ráðið flestu.

Það er auðvitað mjög einkennilegt hversu svonefndir “útrásarvíkingar“ sem kannski væru betur nefndir „útrásarvargar“ enda taka þeir ekkert tillit til annarra.

Bönkunum var stjórnað af fjárglæframönnum eftir einkavæðinguna sem höfðu dygga aðstoðarmenn bæði meðal endurskoðenda sem annarra sem tengdust þeim fjárhagslega eða hagsmunalegra.

Félag löggiltra endurskoðenda hafa siðareglur. Þær eru mjög opnar og götóttar að ekki sé meira sagt. Í einni greininni segir:

 „100.20 Ef ekki tekst að leysa úr álitamáli, getur endurskoðandi kosið að fá ráðgjöf hjá viðkomandi fagfélagi endurskoðenda eða löglærðum ráðgjafa og fá þar með leiðsögn um siðferðileg álitaefni án þess að brjóta trúnað. Til dæmis kann endurskoðandi að hafa komist á snoðir um fjársvik en tilkynning um þau gæti brotið gegn trúnaðarskyldu hans. Endurskoðandinn ætti að íhuga að fá lögfræðiráðgjöf til að ákvarða hvort tilkynningarskylda sé fyrir hendi“.

Heimild: http://www.fle.is/fle/upload/files/frettir/sidareglur_endurskodenda_-_loka.pdf

Fróðlegt væri að vita hversu oft hafi reynt á þessa grein. Hún gefur alla vega tilefni til, að endurskoðendur fá fyrstir manna vitneskju vegna sérfræðiþekkin gar sinnar um að maðkar eru í mysunni.

Spillingin hefur vaxið gríðarlega í íslensku samfélagi að undanförnu. Hrunskýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis sýnir það og sannar. Við þurfum að velta fleiri steinum og finna hvar meinsemdin liggur.

Við verðum að treysta núverandi stjórnvöldum að þessi mál  verði krufin til mergjar enda eru þau líklegri að ná betri árangri en þeir stjórnmálamenn sem tengdust spillingunni nánum böndum.

Mosi


mbl.is 53% segja spillingu hafa aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband