Hvaða breytingar hefur þetta í för með sér?

Líklega er meginhugsunin á bak við þessa ákvörðun að hvetja lánastofnanir að fara varlegar í útlánum sínum. Áður fyrr lánuðu bankar almennt ekki umfram 50% af fasteignamati eigna, íbúða og jarðaparta. Meðan þessi útlánastefna var virt, höfðu lánastofnanir betri tryggingu fyrir útistandandi lánum.

Vonandi munu bankar taka upp varkárari útlánastefnu en verið hefur.

Þá er mjög sennilegt að eftirleiðis færist aukin harka í innheimtu á vangreiddum skuldum, gripið verði til fleiri kyrrsetningar en verið hefur. Allt hefur þetta aukið álag á dómstólana.

Sú gegndarlausa útlánastefna fjármálafyrirtækja eftir einkavæðingu bankanna var skelfileg. Í framhaldsskólum landins birtust útsendarar útrásarvíkinganna, buðu framhaldsskólanemendum ýmsan varnig og jafnvel fríðindi í þeim tilgangi að gera þessa nemendur að viðskiptavinum bankanna. „Góðærið“ var fjármagnað með botnlausum lánum sem allt of margir eiga í fullt í fangi með að standa í skilum með.

Sjálfsagt má sitt hvað gott segja um þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar, þ.e. ef þessi ráðstöfun gagnast einhverjum. Mun árangursríkara væri að sem flestir temji sér hagfræði Bjarts í Sumarhúsum. Hann önglaði saman með mikillri vinnu og ítarlegum sparnaði, kom sér upp jörð að vísu ekki góðri og nokkrum gripum. Honum farnaðist vel uns þingmaðurinn náði að telja honum trú um að taka lán í bankanum, stækka bæinn og fjölga í bústofninum. Hann framleiddi  auðvitaðmeira en það sem var afdrifaríkt var að vegna verðfalls erlendis, fékk hann ekkert fyrir dilkana að hausti og gat ekki staðið í skilum. Er þetta ekki svipuð staða eins og blasir við flestum þeim sem nú eiga í erfiðleikum?

Mosi


mbl.is Skuldir fyrnist á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má líka bæta því við að það er verið að þvinga bankana að samningaborðinu með þessum lögum. Það er mun heillavænna fyrir margar fjölskyldur og einstaklinga að fara í þrot með allt sitt í dag í stað þess að gerast þrælar bankanna, bundnir í átthagafjötra um alla æfi. Nú er viðskiptamódelið einfaldlega þannig að bankinn þinn verður að koma með lausn sem er betri fyrir þig en gjaldþrot.

Mér líst vel á þetta. Vonandi kemst núna einhver skriður á úrlausn skuldamála fjölskyldna og einstaklinga í landinu gagnvart bönkunum.

Kristinn (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband