Erfiður biti að kyngja

Alþingi er ekki dómstóll heldur ákæruvald í samræmi við lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm.

Þó það þykir auðvitað mjög niðurlægjandi að vera ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Það verður hins vegar að álíta sem svo að Geir Haarde hafi borið fullkomlega ábyrgð á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og töluverða ábyrgð sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar þá bankarnir voru einkavæddir. Hann verður því teljast aðalmaðurinn en hinir ráðherranir sem einnig kom til álita voru auðvitað meðvitaðir um að ekki var allt með felldu með fjármál þjóðarinnar. Auðvitað ná lögin um ráðherraábyrgð og Landsdóm ekki til þeirra sem mestu ábyrgðina bera, þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar ásamt Finni Ingólfssyni og Valgerði Sverrisdóttur sem bæði gegndu lykilhlutverkum við einkavæðingu bankanna á sínum tíma.

Geir Haarde og Co vissu eða máttu vita ekki mikið seinna en í febrúar/mars að allt var að fara fjandans til. Sem hagfræðingur hefði Geir Haarde átt að bregðast við sm hann gerði ekki.

Unnt hefði verið að koma í veg fyrir það stórkostlega tjón sem samfélagið allt beið, hefði verið brugðist við. Aldrei var unnið jafn ötullega í því að éta bankana og mörg fyrirtæki að innan frá vori 2008 uns yfir lauk.

Tugir ef ekki hundruð fyrirtækja sem mörg hver voru í eigu almennings, litlu hluthafanna, fóru á hausinn og varð ekki bjargað nema með bolabrögðum eins og bönkunum, allt á kostnað þjóðarinnar og litlu hluthafanna.

Geir grét krókódílatárum framan í þjóðina haustið 2008 og þóttist ekkert vita hvaðan á sig stóð veðrið. Þó vissi hann eða mátti vita að aðgerðarleysi framkvæmdarvaldsins sem þó hefur alltaf verið mjög sterkt undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, varð til að engu var bjargað. Voru ráðherrar ekki svo uppteknir af Olympíuleikunum sumarið 2008 að það var sumum meira í mun að skjótast til Kína á opinberan kostnað fremur en að stjórna landinu?

Nú er komið að vatnaskilum í íslenskri stjórnmálasögu. Völd og áhrif Sjálfstæðisflokksins heyra nú sögunni til og vonandi Framsóknarflokksins einnig!

Mosi


mbl.is Þungbær og erfið niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband