Raunsæi?

Fjöldi borgarfulltrúa hefur haldist óbreyttur í meira en öld ef undan er skilið eitt kjörtímabil: 1982-86. Fyrsti vinstri meirihlutinn í Reykjavík fjölgaði fulltrúum í 21 og súpu ýmsir hveljur yfir slíku „bruðli" vinstri manna. Davíð Oddsson fækkaði fulltrúum aftur niður í 15 enda mun auðveldar fyrir hann að stjórna minni hjörð kringum sig.

Árið 1908 voru Reykvíkingar nær 10 þúsund. Það þýðir að um 6-700 voru að baki hverjum fulltrúa. Í dag eru Reykvíkingar um 120.000 og því um 8.000 borgarar að baki hverjum fulltrúa eða hátt í fjölda allra Reykvíkinga rétt eins og var fyrir rúmri öld.

Á þessu tímabili hafa verkefni sveitarfélaga orðið mun fleiri og flóknari. Nútímafólk vill fá sem besta þjónustu og er því von að uppi séu efasemdir að flókið stjórnsýslukerfi gangi upp með 15 aðalfulltrúum? Það gengur kannski þar sem einræði er en varla í lýðræðisríki.

Í öllum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur er hlutfall kjörinna fulltrúa mun hærra en í Reykjavík. Þar er um hlutastarf að ræða en ekki fullt starf eins og í Reykjavík.

Oft hefur gengið illa að manna nefndir og koma á mikilvægum fundum eingöngu með aðalmönnum. Það er því miklar efasemdir hvort þetta kerfi sé það sem á að sækjast eftir. Margir borgarfulltrúar eru oft yfirgengilega hlaðnir verkefnum sem þegar væri betra að deila niður á fleiri.

Nú býr Mosi ekki lengur í Reykjavík, flutti þaðan í ársbyrjun 1983 í Mosfellssveit eins og Mosfellsbærinn nefndist þá. Um það leyti var stjarna Davíðs Oddssonar vaxandi á stjörnuhimni íslenskra stjórnmála og ekkert virtist skyggja á frama hans og velgengni. Þó gekk á ýmsu hjá Dabba: hann gróf m.a. undan almenningssamgöngum með því að fjölga fremur bílastæðum fyrir einkabílinn en ferðum strætisvagnanna og bæta þjónustuna. Á þeim árum var markmið íhaldsins að breyta sem fyrst Reykjavík í bílaborg eftir amerískri fyrirmynd.

Mosi


mbl.is Laun varaborgarfulltrúa hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband