Furðuleg bíræfni

Í kvöldfréttum RÚV núna áðan, kl. 18.00 var sagt frá því að tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi hafi kært Sigurð Magnússon fyrir að hafa tekið lán til að bjarga sveitarfélaginu. Ótrúlegt er að þessi verði tekin alvarlega enda bendir ekkert til þess að bæjarstjórinn fyrrverandi hafi verið að auðga sjálfan sig, öllu fremur að bjarga því sem unnt var að bjarga fyrir horn en sem kunnugt er má rekja meginfjárhagsvandræði Áltfaness til fjárstjórnar Sjálfstæðisflokksins í byrjun aldarinnar.

Þessi kæra viku fyrir sveitastjórnakosninga ber öll einkenni þeirrar gríðarlegu siðlausu heiftar sem virðist beinast gegn Sigurði fyrrum bæjarstjóra. Hann stóð sig ágætlega eftir því sem unnt var en fjárhagsleg staða Álftaness er vægast sagt ákaflega erfið.

Sigurður bar mjög vel af sér sakir á sparkfundinum þegar hann var settur af sem bæjarstjóri. Hann bað um orðið og útskýrði í mjög skýru máli hvernig þessir erfiðleikar voru tilkomnir. Tekjur sveitarfélagsins voru mjög takmarkaðar en Sjálfstæðismenn höfðu spennt bogann um of með fjárfrekum framkvæmdum.

Álftaness er því miður orðinn vettvangur einkennilegra deilna sem fæst venjulegt fólk jafnvel með venjulega siðferðisvitund ætti að forðast og ekki að koma nálægt.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband