Sektum Bretana!

Sjálfsagt er að yfirvöld kalli Breta þá fyrir sem sinntu ekki opinberum fyrirmælum að halda sig a.m.k. 1000 metra fjarlægð frá gosstöðvunum og beiti sektum fyrir að sinna ekki þessum eðlilegu fyrirmælum.

Það á ekki að skipta neinu þó svo jarðfræðingur hafi verið með í för enda það engin trygging fyrir því að „ekkert komi fyrir“!

Ef yfirvöld beita ekki viðurlögum eru það skýr skilaboð að þau taki á þessu með léttúð og ætli sér ekki að beita sér í þessu.

Ekkert er jafn nauðsynlegt og nú að sýna fyllstu varkárni. Bretarnir sýndu af sér mikla léttúð og er það sérstaklega dapurlegt í skugga skelfilegs slyss nokkru norðar á svipuðum tíma.

Kæruleysi á aldrei að líðast!

Mosi


mbl.is Top Gear ók upp á heitt hraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég hlakka til að sjá þennann þátt :D

Sævar Einarsson, 8.4.2010 kl. 14:07

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Sammála þér, Mosi.  Þetta var vítavert og ef sekta á Bretana, er engin ástæða til að sleppa Íslendingunum sem með voru í för.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 8.4.2010 kl. 22:37

3 Smámynd: ViceRoy

Ef eitthvað ætti að sekta Arctic Trucks því það voru jú þeir sem hljóta að hafa gefið grænt á hugmyndir framleiðenda þar sem þeir áttu bílana og áttu undir þessum kringumstæðum að þekkja reglur og lög í kringum þetta.

Hvern djöfulinn áttu bretarnir að átta sig? Ekki eitt virkt eldfjall á Brelandseyjum ef mig minnir rétt. 

Það er því miður varla að Íslendingar átti sig á hættunum í kringum hálendið sem því miður sýndi sig í vikunni á hrikalegan hátt. Sést reyndar bara best á klæðaburði fólks í -10°C með nokkuð góðan vind á sig... og þeir halda að það hafi engin áhrif. 

Vertu ekki svona rosalega bitur maður á Icesave... ekki eins og það sé breskur almenningi að kenna hvernig fyrir okkur er komið og hvernig stjórnvöld þeirra láta!

ViceRoy, 8.4.2010 kl. 23:31

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Takk fyrir!

ViceRoy: Ekki er rétt að spyrða saman tvenn gjörólík mál utanvegaakstur og Icesave málið. Ekkert tengir þau annað en að Bretland kemur við sögu hvoru sinni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.4.2010 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband