Stórkostleg upplifun

Við létum klukkuna vekja okkur hálf fjögur í nótt rétt eins og við værum á leið til útlanda. Af stað um fjögur leytið og austur vorum við komin á móts við Fljótsdal, austasta bæ í Fljótshlíð um hálfri annari stund síðar eða um hálfsex. Mestalla leiðina allt frá Hellisheiði mátti sjá eldglæringarnar í austri og var það tilkomumikil sjón. Við áttuðum okkur ekki alveg í fyrstu aðstæður en eitt okkar sá grilla í ný reista göngubrúna yfir lækinn sem kemur úr dalnum ofan við Fljótsdalsbæinn. Mátti sjá eldinn og hraunfossinn mjög greinilega í myrkrinu. Og áfram gengum við vasklega gegn austanáttinni mót þessu einkennilegu birtu austan við Eyjafjallajökul.

Þegar við vorum komin sunnan við Þórólfsfell og skammt innan við skiltið sem vísar á fjallið, gegnum við fram á nýlega jeppaslóð nánast beint upp á fjallið. Henni hafði verið lokað neðst með nokkrum steinum til merkis um að þarna væri ekki æskilegt að aka. Þessi leið er nokkuð brött og hefur verið mikil fyrirhöfn að plægja rafstreng niður í jarðveginn. Töluvert rask er af þessu og er það ekki beint til fyrirmyndar. Kannski hefði mátt hafa þetta eitthvað „umhverfisvænna“ og sjálfsagt hefði mátt nota þyrlu að koma efni, áhöldum og mannskap á fjallið fremur að aka þarna upp snarbratta hlíðina. Spurning hvort framkvæmd þessi hafi verið sett í umhverfismat sem allar framkvæmdir sem kunna að vera krítískar. Mættu þeir Mílumenn skoða þetta nánar og hvernig mætti draga sem mest úr raski sem þessu. Ekki dugar að sýna „grænt bókhald“ með því að draga úr pappírsnotkun á skrifstofu á sama tíma og umgengni við sjálfa náttúran kann að vera talin ámælisverð og ekki til fyrirmyndar.

Upp komumst við eftir slóða þessum en mikið var hvasst og kalt ef við áðum. Við nutum hverrar stundar að fylgjast með eldgosinu, dagsbirtinni og þegar fyrstu sólargeislarnir léku um fjallstindana. Eyjafjallajökul er mjög fagur að sjá frá Þórólfsfelli og má hiklaust mæla með göngu á fjall þetta.

Til baka gengum við undan strangri austanáttinni og fórum mun sléttari leið niður í dalinn og komum skammt austan við Mögugil. Til baka á bílastæðið við Fljótsdal komum við um hálfellefu leytið. Gangan hafði tekið réttar 5 stundir.

Þegar við ókum til baka vestur þjóðveg nr. 1 kom á móti okkur ótrúlegur fjöldi bíla einkum jeppa sumum með „öllum græjum“ á „skuldahala“. Kannski  þetta minnti dálítið á bjartsýnina og gervigóðærið tengdu árinu 2007.

Sjálfsagt er að mæla með síðnæturferð sem þessari enda er stórkostleg upplifun að sjá gegnum myrkrið þennan eldstólpa lýsa langar leiðir leiðina að markmiðinu!

Óvenjuleg og skemmtileg ferð var að baki!

Mosi

 

 


mbl.is Vaxandi órói í eldgosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Já, það er gaman að sjá gosið. Við vorum þarna á ferðinni í gærkvöldi. Keyrðum yfir Þórolfsá og fórum örlítið lengra. Eða á stað sem heitir Fífuhvammar að mig minnir og eru á móts við Húsadal. Þar var gott útsýni að gosinu og sáum við vel.

Þórhildur Daðadóttir, 27.3.2010 kl. 16:58

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Glæsileg ferð. Ég er öfundin uppmáluð. Takk fyrir að deila henni með okkur.

Hvenær voruð þið komin aftur að bílnum? Mig langar að leika þetta eftir, en þarf að vita hvað ég er að tala um áður en ég fæ fólk til að leggja í svona ævintýri með mér.

Villi Asgeirsson, 27.3.2010 kl. 17:50

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Takk fyrir athugasemdirnar.

Þórhildur: Hvar eru Fífuhvammar? Eru þeir nálægt Fauskheiði þar sem slóðin í átt að Syðri Fjallabaksleið fer í átt að Einhyrningi?

Villi:

Við vorum nálægt 5 tíma í þessari ferð en drolluðum töluvert í hlíð Þórólfsfells bæði við myndatökur og eins að horfa á gosstöðvarnar gegnum sjónauka.

Í björtu veðri er þetta mjög góð dagsferð sem unnt væri einnig að fara víðar um fjallið en það er allslétt með ýmsum hæðum og hólum. Gríðarlega gott útsýnisfjall með góða sýn til Tindfjallajökuls, Þórsmörk og yfir til Eyjafjallajökuls og Markarfljót. Eiginlega er sjónarhornið suður til Eyjafjallajökuls eitt það fegursta sem hægt er að hugsa sér. Mæli með að vera þarna í ljósaskiptunum þegar fyrstu geislarnir lýsa upp fyrstu tindana.

Sjá 2 myndir sem eru í sérmöppu. 

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.3.2010 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242932

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband