Áróður undir yfirskyni vísinda?

Í Fréttablaðinu í dag er meginfyrirsögn blaðsins um gríðarlega fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins og vísað í nýjustu skoðanakönnunina. Þegar forsendur þessarar könnunar er skoðuð þá blasir við furðuleg aðferðafræði:

Í stað þess að getið sé um fjölda þeirra sem annað hvort neita að svara eða hafa ekki afstöðu þá eru lagðar fram veiðandi spurning:

Ef ekkert svar fékkst að lokum var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokk eða einhvern annan flokk?

Svona aðferðafræði og framlagning veiðandi spurninga þar sem svarið er innbyggt í spurninguna er ekki til þess fallið að vera mjög vísindalegt. Hún samræmist ekki sjónarmiðum um mótun skoðana og þróun lýðræðis á Íslandi. Þetta er ákveðin áróðursaðferð sem er forkastanleg og ekki til fyrirmyndar.

Spurning er hvort ekki sé rétt að setja einhverjar skynsamlegar reglur um skoðanakannanir og binda í landslög?

Fyrir nokkrum árum voru sett lög um fjármál stjórnmálaflokkanna. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig og voru uppi sjónarmið að þetta væri með öllu óþarft, Ísland væri jú eitt minnst spilla land heims! Þessi lög ná að vísu ekki nema hálfa leið og þyrfti að skerpa á þeim betur, t.d. setja þvingunarákvæði þegar ekki er farið eftir þeiim eins og í ljós hefur komið hvað einn stjórnmálaflokkinn varðar.

Mosi


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn með 40,3% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband