Stráksskapur eða ásetningur?

Hér er mjög gróf atlaga að almannahagsmunum og varðar refsiábyrgð við broti sem þessu. Vonandi er að lögreglan hafi hendur í hári þessara aðila enda bráðnauðsynlegt að láta þá sæta ábyrgð fyrir þennan stráksskap.

Almannahagsmunir hafa lengi verið viðurkenndir og er t.d. minnst á í fornsögunum okkar þegar einhverjum illa innrættum strák datt í huga að míga í brunna til að spilla neysluvatni. Á þessu var eðlilega tekið mjög illa, gott ef viðkomandi var ekki klofinn í herðar niður við svo búið.

Nú er ekki rétt að hveta til ofbeldis við ákvörðun refsinga en allir þeir sem aðhyllast lýðræði og mannréttindi er þessi atlaga að almannahagsmunum tekin grafalvarlega. Viðkomandi ættu að sæta sektum eða jafnvel tukthúsvist ef viðkomandi sýnir ekki iðrun og yfirbót og hafi með athöfnum sínum sýnt af sér einbeittan vilja að eyðileggja þessi mikilvægu mannvirki.

Mosi

 


mbl.is Reynt að lama fjarskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

glæpastarfssemi

Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.3.2010 kl. 19:38

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvar eru þeir sem komu okkur í skuldafjötra til framtíðar? Af hverju er ekki búið að ná svo mikið sem einum af þeim og dæma?

Sigurður Haraldsson, 19.3.2010 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband