Var Icesave málið stormur í vatnsglasi?

Vissulega góðar fréttir en þó með dapurlegu innihaldi: engir vextir af himinháum innistæðum. Þetta er tvöfaldur áætlaður ríkissjóðshalli okkar fyrir 2010!

Við þurfum að fá jafnháa vexti af þessu mikla fé og Bretar krefjast af okkur.

Nú mun líklegt að þessi fjárhæð muni fremur hækka á næstunni fremur en að hún lækki þar sem um er að ræða stöðugar innborganir og vexti af lánum sem Landsbankinn veitti breskum og ýmsum öðrum fyrirtækjum með greiðslustað lánanna í Bretlandi.

Það væri kaldranalegt að ef á þennan reikning safnaðist meira fé en sem svarar skuldbindingum vegna Icesave - hvað gera Bretar þá? Myndu þeir brjóta odd af ófláti sínu og biðjast grátandi afsökunar á þessum flumbrugangi sínum? Hvers vegna beittu þeir okkur þessum umdeildu hryðjuverkalögum? Legg eindregið til að þessum sjónarmiðum verði beint gegn breskum yfirvöldum næst þegar talað verður við þá um Icesave.

Var Icesave málið, sem hefur verið einna erfiðast í íslenskri stjórnmálasögu kannski stormur í vatnsglasi? Það reyndi mjög á þolrif allra þingmanna og fremur dapurlegt hversu ræður voru beinskeittar og fluttar í miklum tilfinningahita. Skuldirnar eru auðvitað eitthvað sem enginn á að geta hlaupist frá en eignirnar eru einnig nokkrar. Vonandi meiri og verðmætari en skuldirnar.

Mosi


mbl.is Afborganir í Bretlandi enn á vaxtalausum reikningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband