Hálfkveðnar vísur?

Ef eg man rétt er Þorsteinn menntaður heimspekingur. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir heimspeking að gerast málpípa óheftrar stóriðjustefnu sem rekin var af ríkisvaldi stýrðu af Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni. Þessir herramenn tóku oft umdeildar ákvarðanir annað hvort báðir eða annar sem þjóðin var bundin af. Lýst var yfir stuðning við siðlaust stríð og innrás í Írak, þó vitað væri að unnt væri að ná settu markmiði á ódýrari og mildari hátt. Það ver tekin ákvörðun um einkavæðingu bankanna sem við erum að súpa seyðið af. Það var tekin ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og það var lýst yfir stríði við öryrkja og eldri borgara landsins með því að rýra kjör þessarra minnstu bræðra og systra.

Á heimasíðu Landsvirkjun segir í fréttinni „að brýnt sé að efla og breyta ímynd Landsvirkjunar bæði gagnvart fjármögnunarfyrirtækjum, fjölmiðlum og almenning og sé þetta samkomulag liður í því“.

Hvernig á að skilja þetta? Hefur heimspekingurinn Þorsteinn Hilmarsson hlaupið á sig í störfum sínum? Mosi leyfir sér að efast um það. Ætli heimspekingurinn Þorsteinn hafi ekki gert það sem honum var sagt að gera? Kannski hefur hann innst inni verið með sínar efasemdir um ágæti þeirrar umdeildu ákvörðunar á ráðast í þessa virkjun en þetta var jú atvinna hans að vera upplýsingafulltrúi, n.k. blaðafulltrúi Landsvirkjunar.

En augljóst er að með nýjum forstjóra er verið að endurskipuleggja fyrirtækið. Fyrir ákvörðun byggingu Kárahnjúkavirkjunar var Landsvirkjun nánast skuldlaust fyrirtæki í opinberri eigu. Nú er það mjög skuldsett og spurning hvernig tekst að greiða Impregíló ítalska fyrirtækinu sem víða um heim hefur haft mikil umsvif og þau ekki alltaf mjög vinsamleg.

Auðvitað ber að óska Þorsteini alls góðs. Kannski hann fari að mæla göturnar með okkur hinum sem hafa misst atvinnu okkar í þessu glórulitla einkavæðingarbrjálæði og bankahruni. Fróðlegt verður að lesa eða heyra Þorstein segja nánar frá upplifun sinni sem heimspekings í þessu dæmalausa stóriðjumáli Landsvirkjunar sem Kárahnjúkavirkjun er.

Mosi


mbl.is Þorsteinn hættur hjá Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband