Ekki sambæranlegt

Það var kappsmál stjórnarandstöðunnar á sínum tíma að ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun yrði sett í þjóðaratkvæði. Þá var EFTIR að byggja virkjunina sem stóð yfir í 4-5 ár.

Að bera saman þessa kröfu um þjóðaratkvæði annars vegar og laganna um Icesave hins vegar er ekki sambærilegt. Í fyrra dæminu hefði verið unnt að koma í veg fyrir þensluna ef tekist hefði að hnekkja ákvörðun Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um Kárahnjúkavirkjun. Sú framkvæmd olli ótrúlegri bíræfni fjárglæframanna eftir einkavæðingu bankanna. Auk þess máttu eldri atvinnugreinar í landinu, útgerð og ferðaþjónusta líða stórlega fyrir þensluáhrifin.

Í seinna dæminu er verið að meta hvort afleiðingar af þessu Icesave máli sé tækt í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að fjárglæfrabrjálæðið mikla hafði valdið okkur skaðann.

Þarna er verið að bera saman gjörólíka hluti svo eðlislega ólíka eins og þeir verst geta verið.

Það er ótrúlega mikil skammsýni núverandi stjórnarandstöðu að gera Icesave samningana tortryggilega og lítt spennandi fyrir þjóðina. Auðvitað lítur þetta illa út í hráum tölum. En grundvallaratriðið er að eignir bankanna erlendis sem og þeirra sem ábyrgð bera á bankahruninu verði innan skamms á forræði íslenskra yfirvalda og að unnt verði að hámarka þessar eignir til að standa í skilum við innistæðueigenda Breta og Hollendinga. Þessar eignir verða ekki á forræði Íslendinga nema við stöndum við það samkomulag við Breta og Hollendinga. Það er þetta grundvallaratriði sem stjórnarandstæðan er að reyna með öllum sínum tiltæku ráðum að koma í veg fyrir og eyðileggja.

Líkleg ástæða er að þessir þokkapiltar sem hafa verið að grafa undan bankakerfinu, dregið sér ótrúlegar fjárhæðir út úr bönkunum ýmist með arðgreiðslum, óhæfilegum ofurlaunum, persónulegum lánum eða einhverra pósthólfafyrirtækja t.d. á Tortóla án tilhlýðilegra trygginga eða veða, geti síðar komið „heim“ með góssið og keypt sér vilhalla stjórnmálamenn eins og þeir óska sér.

Spilling hefur lengi verið tengd Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum og ekki er séð fyrir endann á þeirri starfsemi sem fram að þessu hefur verið undir fullri leynd. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt í verki, hvernig hann leggur fram upplýsingar um hag sinn og umsvif. Þrátt fyrir að stjórnmálaflokkum beri í dag að upplýsa uppruna þess fjár sem þeir hafa aflað og hafa undir höndum, þá eru það fjárframlög frá eintómum N.N. Þessa N.N. ber Sjálfstæðisflokknum að upplýsa opinberlega hverjir raunverulega eru hafi fjárframlög þeirra farið fram úr ákveðinni fjárhæð.

Pukur Sjálfstæðisflokkains hefur legið eins og mara á þjóðinni og það má segja það sama um Framsóknarflokkinn. Þessir flokkar hafa lengi starfað mjög náið saman, ýmist í meirihlutastjórn eða að tjaldabaki. Rekja má þetta helmingaskiptafyrirkomulag alla vega aftur til ársins 1936 þegar fulltrúar þessara stjórnmálaflokka voru valdir á Alþingi í bankastjórn Landsbankans. Síðan þá hefur spillingin orðið stöðugt svæsnari. Og það verður vart séð fyrir endann á henni að óbreyttu.

Eigum við að hlýða kalli fulltrúa spillingaraflanna?

Eg segi NEI! Tökum ekki þátt í þessum hráskinnaleik.

Mosi


mbl.is Ekki of flókið árið 2003
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband