Athyglisverð viðbrögð

Eftir ákvörðun Ólafs forseta þá hefur sitthvað verið sagt og fullyrt. Þessi óviðunandi staða hefur komið fleirum en okkur til umhugsunar. Bresku blöðin með Financial Times í fararbroddi hafa bent á að taka þarf á þeim vanda og ágöllum sem olli upprunalegum viðbrögðum sem hafa einkum byggst af örvæntingu, fyrst sparifjáreigenda, síðan stjórnmálamönnum ýmsum og ekki síst almenningi.

Auðvitað þarf að stoppa í þessi galopnu göt alþjóðlegra viðskipta sem siðlitlir bankastjórar leyfðu sér að nefna „snilld“. Heimildir til að reka banka í öðru landi þarf auðvitað að vera þannig framkvæmdar að þær séu í fullkomnu samræmi við vandað regluverk og geti því ekki skaðað fjármálalífið. Bankaeftirlit þarf að vera fullkomlega virkt til að koma í veg fyrir annað eins tjón og orðið hefur.

Við verðum því að sætta okkur við að forsetinn okkar Ólafur Ragnar, hafi vakið aftur mikla athygli á þessu gríðarlega verkefni: að greiða úr þessari flækju fjárglæfra og að þessi mál verði tekin föstum tökum og færð í ásættanlegra horf.

Vera má að breski Íhaldsflokkurinn sé okkur eitthvað skárri en breski Verkamannaflokkur Gordon Brown sem hefur af öllum líkindum hlaupið á sig með að beita bresku hermdarverkalögunum. Þetta á allt eftir - vonandi - að koma betur í ljós.

Það er borðleggjandi að meira kapp hljóp í Gordon Brown vegna þessa Icesavemáls af því að hann hefur verið í gríðarlegri varnarbaráttu bæði vegna þess að stutt er í þingkosningar í Bretlandi og eins hefur komið fram mikil andstaða gegn honum innan Verkamannaflokksins. Var beiting hermdarverkalaganna viðbrögð hans við þessum vanda innan flokksins og að draga athyglina frá öðru? Annað eins hefur gerst í sögunni.

Kannski má þakka Gordon Brown fyrir að hafa ekki látið sér detta í hug og sent breska herinn til Íslands eins og Chamberlain á sínum tíma.

Nú er Steingrímur okkar fjármálaráðherra á förum til Bretlands til viðræðna. Ekki er hægt að efast um annað en að för hans leiði til einhvers árangurs enda Steingrímur mjög ákveðinn að leysa þetta mál eins farsællega og unnt er. En eins og Eva Joly sagði í viðtali í sjónvarpinu í gær, þá þarf að taka á þessum vanda sem olli bankahruninu og kítta upp í þessi göt vafa og trausti á heilbrigðu alþjóðlegu fjármálalífi. Við þurfum að fá liðsinni Frakka og Þjóðverja að gerast milligöngumenn og finna hagkvæma leið út úr þessum ógöngum.

Mosi


mbl.is Ekki setja Ísland í skuldafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband